Kristján Guðmundsson: Aldrei brot og mjög slök frammistaða hjá dómurum leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2024 23:11 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Auðvitað er mjög erfitt að kyngja þessu en það verður bara að gera það“, sagði Kristján Guðmundsson eftir 3-4 tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Úrslitin réðust á röngum vítadómi í framlengingu. „Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira