Endurkoma í lagi hjá BKG og elleftu heimsleikarnir í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 09:31 Björgvin Karl Guðmundsson verður með á elleftu heimsleikunum i röð. @CrossFitGames Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í CrossFit en hann var að ná þessum frábæra árangri ellefta árið í röð. Hann verður eini Íslendingurinn þetta árið sem keppir um heimsmeistaratitil karla eða kvenna. Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024 CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Björgvin náði sjöunda sætinu í undankeppni karla í Evrópu en tíu efstu sætin skiluðu farseðli inn á heimsleikana. Björgvin endaði með 384 stig, þrettán stigum frá sjötta sætinu og fimm stigum á undan áttunda sætinu. Munaði bara einu stigi Síðasti maður inn á leikina var Þjóðverjinn Moritz Fiebig sem fékk 368 stig eða aðeins einu stigi meira en Lettinn Uldis Upenieks sem missti því af leikunum á grátlegan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl komst á sína fyrstu heimsleika árið 2014 og hefur ekki misst af heimsleikum síðan. Hann hélt áfram þessum magnaða stöðugleika sínum með því að tryggja sér enn á ný keppnisrétt meðal þeirra bestu í heimi. Um tíma leit þó út fyrir það að Ísland yrði ekki með neinn fulltrúa á heimsleikunum að þessu sinni. Nú er sú breyting að karla- og kvennakeppnin fer ekki fram á sama tíma og sama stað og keppni í aldursflokkum eða fötlunarflokkum. Útliðið var frekar svart hjá Björgvini Karli eftir fyrstu dagana. Það var vitað fyrir keppni að tíu efstu myndu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Bara 30 prósent líkur Björgvin var í sextánda sæti eftir fyrstu grein en komst upp í þrettánda sætið eftir aðra grein. CrossFit tölfræðingurinn Barclay Dale gaf honum þá bara 30 prósent líkur á því að komast á leikana eftir þá byrjun. Björgvin hélt áfram að hækka sig og var kominn upp í tólfta sætið og í tæpar 37 prósent líkur eftir fyrstu þrjár greinarnar. Hann var á uppleið allt mótið og hélt því áfram. Björgvin kom sér inn á topp tíu eftir fjórðu greinina og var á endanum áttundi fyrir lokagreina. Útlitið því miklu bjartara og svo fór að okkar maður stóðst prófið í lokagreininni með miklum glæsibrag. Björgvin kórónaði þá frábæra endurkomu sína með því að hækka sig um eitt sæti í viðbót og náði því að lokum sjöunda sætinu. Íslensku konurnar sátu eftir Tvær íslenskar konur kepptu einnig á þessu undanúrslitamóti í Lyon. Þuríður Erla Helgadóttir endaði í sextánda sætinu með 300 stig og var 96 stigum frá tíunda sætinu. Hin sautján ára Bergrós Björnsdóttir varð síðan í 37. sæti með 92 stig. Hún hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikum ungmenna þar í sama flokki og hún náði bronsverðlaunum í fyrra. Bergrós meiddist í gær og náði ekki að klára síðustu tvær greinarnar. 5. Luka Đukić 🇷🇸 407 pts6. Victor Hoffer 🇫🇷 397 pts7. Bjorgvin Karl Gudmundsson 🇮🇸 384 pts pic.twitter.com/sUytXtXFEF— The CrossFit Games (@CrossFitGames) May 19, 2024
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti