Klopp: Ulla konan mín mun segja mér hvað við erum að fara að gera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 12:32 Það voru öll augu á Jürgen Klopp í lokaleiknum hans sem knattspyrnustjóri Liverpool á Anfield í gær. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp kvaddi Liverpool í gær og fullvissaði alla um það að hann væri með engin plön um endurkomu í þjálfun. Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira
Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira