„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2024 12:45 Katrín gefur lítið fyrir gagnrýni Helgu Þórisdóttur mótframbjóðanda. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar. Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira