Að sameina frekar en sundra Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 20. maí 2024 14:01 Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun