West Ham segir frá því á heimasíðu sinni að Dagný hafi framlengt samning sinn um eitt ár.
Dagný er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn en hún var í leikmannahópi West Ham í lokaumferð tímabilsins.
Here to stay 😍#WHUWFC | #BarclaysWSL pic.twitter.com/bkyHlaiiLG
— West Ham United Women (@westhamwomen) May 20, 2024
Dagný kom til West Ham í janúar 2021 og hefur skorað 17 mörk í 65 leikjum fyrir félagið. Hún var fyrirliði liðsins á 2022-23 tímabilinu.
„Ég er mjög ánægð með að hafa framlengt samning minn við West Ham United. West Ham er ekki bara að semja við mig heldur við alla fjölskyldu mína og allt sem því fylgir því að vera móðir. Ég er ánægð hér, fjölskyldan er ánægð og félagið er eins og fjölskylda fyrir mig,“ sagði Dagný í viðtali á heimasíðu Wesy Ham.
„Ég er rosalega þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég eignaðist minn annan son og það gerði þessa ákvörðun mjög auðvelda fyrir mig. Ég er þegar orðin spennt fyrir næsta tímabili og hlakka til að hjálpa félaginu að fara í rétta átt,“ sagði Dagný.
Staying in Claret & Blue! ⚒️#WHUWFC | #BarclaysWSL
— West Ham United Women (@westhamwomen) May 20, 2024