Spánverjar kalla sendiherrann heim í kjölfar ummæla Milei Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 17:47 Alþjóðaelítan, illska sósíalismans og eiginkona spænska forsætisráðherrans voru meðal umfjöllunarefna Milei í ræðu hans. AP/Manu Fernandez Spænska ríkisstjórnin hefur kallað sendiherrann sinn í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, heim og ítrekað kröfu sína um að Javier Milei, forseti Argentínu, biðjist afsökunar á hegðun sinni. Leiðtogar þjóðanna tveggja hafa eldað grátt silfur undanfarnar vikur í kjölfar ummæla samgönguráðherrans spænska Óscar Puente í garð Milei. Málið má rekja til þess að Óscar Puente, samgönguráðherra Spánar, ýjaði að því í upphafi mánaðarins að Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. Frá því hafa ærumeiðingar og úlfúð einkennt samskipti ríkisstjórnanna tveggja sem ekkert virðist ætla að linna í bráð. Alþjóðleg ráðstefna leiðtoga hægri flokka var haldin í gær í Madríd á vegum Vox-flokksins sem kenndur hefur verið við öfgahyggju. Meðal ræðumanna voru leiðtogar hægrihreyfinga um allan heim. Meðal viðstaddra var hin franska Marine Le Pen, hinn ungverski Viktor Orbán og hin ítalska Giorgia Meloni ásamt hinum áðurnefnda Milei. Javier Milei sparaði ekki orðin í garð spænsku ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni og tók sérstaklega fyrir mál eiginkonu forsætisráðherrans, Begoñu Gómez, sem sökuð hefur verið um spillingu. Dómstóll í Madríd fyrirskipaði fyrr í mánuðinum rannsókn á hendur eiginkonu Pedro Sánchez forsætisráðherra eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias, hreinar hendur á íslensku. Sánchez forsætisráðherra íhugaði að segja af sér embætti í kjölfar ásakananna en ákvað að lokum gera það ekki. Alþjóðaelítan og forsætisráðherrafrúin Í ræðu sinni talaði Milei að gömlum vana um hættu og illsku sósíalismans en stóðst ekki freistinguna að skjóta á eiginkonu forsætisráðherrans í leiðinni. „Alþjóðaelítan skilur ekki hve mikinn skaða sósíalísk hugmyndafræði hefur í för með sér vegna þess að hún er svo fjarlæg því öllu,“ sagði Milei. „Hún [elítan] veit ekki hvers konar samfélag og land sósíalismi getur átt hönd í að skapa, hvers konar fólk það er sem seilist í völdin og hvers konar misnotkun það hefur í för með sér. Meira að segja með spillta eiginkonu er hann troðinn í svaðið og gefur sér fimm daga til að íhuga það,“ bætir Milei svo við og á þá við hugsanlega afsögn Pedro Sánchez í kjölfar dómsfyrirskipuninnar. Spænska ríkisstjórnin hefur brugðist við með því að kalla sendiherra sinn í Búenos Aíres heim og lýsti ummælum Milei sem „beinni árás á lýðræðið okkar, stoðir okkar og sjálfan Spán.“ Í gærkvöldi krafðist José Manuel Albares, utanríkisráðherra Spánar, opinberrar afsökunarbeiðni. „Ef slík afsökunarbeiðni berst ekki munum við gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að verja sjálfræði okkar og virðingu,“ sagði José. „Brunandi á brimbretti á tárum sósíalista“ Manuel Adorni ritari forseta Argentínu segir ráðherra Sánchez bera ábyrgð á úlfúðinni með því að ýja að því fyrr í mánuðinum að skrautleg sviðsframkoma Milei væri orsökuð af neyslu fíkniefna og segir að Sánchez ætti ekki að eiga von á afsökunarbeiðni í bráð. „Þetta byrjaði allt þriðja maí þegar ráðherra í ríkisstjórn Spánar sakaði forsetann argentínska um fíkniefnaneyslu. Síðan þá hefur hann þurft að sitja undir stöðugum rógburði frá öðrum ráðherrum og Sánchez sjálfum. Þeir kalla hann fasista, óvildarmann, afneitara og illa innrættan og svo fram eftir götum,“ sagði Manuel Adorni ritari forseta Argentínu. „Sumir eru að biðja um afsökunarbeiðni. Það verður enginn beðinn afsökunar þar sem það er ekkert til að biðjast afsökunar á. Að því sögu, hvetjum við spænsku ríkisstjórnina til að biðja okkur afsökunar,“ bætti hann við að sögn Guardian. HOLA A TODOS...!!!VOLVIÓ EL LEÓN, SURFEANDO SOBRE UNA OLA DE LÁGRIMAS SOCIALISTAS...VIVA LA LIBERTAD CARAJO pic.twitter.com/SiDkgLHTnG— Javier Milei (@JMilei) May 20, 2024 Javier Milei tjáði sig að því er virðist óbeint um málið í morgun á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X. Þar birti hann mynd af ljóni yfir argentínska fánanum. „SÆL ÖLL SÖMUL! LJÓNIÐ ER SNÚIÐ AFTUR, BRUNANDI Á BRIMBRETTI Á TÁRUM SÓSÍALISTA! LIFI FRELSIÐ ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ,“ skrifar hann við færsluna. Argentína Spánn Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Hefur „efnahagslega raflostmeðferð“ á því að helminga virði pesósins Ný ríkisstjórn Argentínu hefur tilkynnt að hún muni ríflega helminga virði argentíska pesósins gagnvart Bandaríkjadal. Þetta er fyrsta skrefið í „efnhagslegri raflostmeðferð“ sem Javier Milei, nýr forseti landsins, hefur boðað. 13. desember 2023 07:23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Málið má rekja til þess að Óscar Puente, samgönguráðherra Spánar, ýjaði að því í upphafi mánaðarins að Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. Frá því hafa ærumeiðingar og úlfúð einkennt samskipti ríkisstjórnanna tveggja sem ekkert virðist ætla að linna í bráð. Alþjóðleg ráðstefna leiðtoga hægri flokka var haldin í gær í Madríd á vegum Vox-flokksins sem kenndur hefur verið við öfgahyggju. Meðal ræðumanna voru leiðtogar hægrihreyfinga um allan heim. Meðal viðstaddra var hin franska Marine Le Pen, hinn ungverski Viktor Orbán og hin ítalska Giorgia Meloni ásamt hinum áðurnefnda Milei. Javier Milei sparaði ekki orðin í garð spænsku ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni og tók sérstaklega fyrir mál eiginkonu forsætisráðherrans, Begoñu Gómez, sem sökuð hefur verið um spillingu. Dómstóll í Madríd fyrirskipaði fyrr í mánuðinum rannsókn á hendur eiginkonu Pedro Sánchez forsætisráðherra eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias, hreinar hendur á íslensku. Sánchez forsætisráðherra íhugaði að segja af sér embætti í kjölfar ásakananna en ákvað að lokum gera það ekki. Alþjóðaelítan og forsætisráðherrafrúin Í ræðu sinni talaði Milei að gömlum vana um hættu og illsku sósíalismans en stóðst ekki freistinguna að skjóta á eiginkonu forsætisráðherrans í leiðinni. „Alþjóðaelítan skilur ekki hve mikinn skaða sósíalísk hugmyndafræði hefur í för með sér vegna þess að hún er svo fjarlæg því öllu,“ sagði Milei. „Hún [elítan] veit ekki hvers konar samfélag og land sósíalismi getur átt hönd í að skapa, hvers konar fólk það er sem seilist í völdin og hvers konar misnotkun það hefur í för með sér. Meira að segja með spillta eiginkonu er hann troðinn í svaðið og gefur sér fimm daga til að íhuga það,“ bætir Milei svo við og á þá við hugsanlega afsögn Pedro Sánchez í kjölfar dómsfyrirskipuninnar. Spænska ríkisstjórnin hefur brugðist við með því að kalla sendiherra sinn í Búenos Aíres heim og lýsti ummælum Milei sem „beinni árás á lýðræðið okkar, stoðir okkar og sjálfan Spán.“ Í gærkvöldi krafðist José Manuel Albares, utanríkisráðherra Spánar, opinberrar afsökunarbeiðni. „Ef slík afsökunarbeiðni berst ekki munum við gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að verja sjálfræði okkar og virðingu,“ sagði José. „Brunandi á brimbretti á tárum sósíalista“ Manuel Adorni ritari forseta Argentínu segir ráðherra Sánchez bera ábyrgð á úlfúðinni með því að ýja að því fyrr í mánuðinum að skrautleg sviðsframkoma Milei væri orsökuð af neyslu fíkniefna og segir að Sánchez ætti ekki að eiga von á afsökunarbeiðni í bráð. „Þetta byrjaði allt þriðja maí þegar ráðherra í ríkisstjórn Spánar sakaði forsetann argentínska um fíkniefnaneyslu. Síðan þá hefur hann þurft að sitja undir stöðugum rógburði frá öðrum ráðherrum og Sánchez sjálfum. Þeir kalla hann fasista, óvildarmann, afneitara og illa innrættan og svo fram eftir götum,“ sagði Manuel Adorni ritari forseta Argentínu. „Sumir eru að biðja um afsökunarbeiðni. Það verður enginn beðinn afsökunar þar sem það er ekkert til að biðjast afsökunar á. Að því sögu, hvetjum við spænsku ríkisstjórnina til að biðja okkur afsökunar,“ bætti hann við að sögn Guardian. HOLA A TODOS...!!!VOLVIÓ EL LEÓN, SURFEANDO SOBRE UNA OLA DE LÁGRIMAS SOCIALISTAS...VIVA LA LIBERTAD CARAJO pic.twitter.com/SiDkgLHTnG— Javier Milei (@JMilei) May 20, 2024 Javier Milei tjáði sig að því er virðist óbeint um málið í morgun á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X. Þar birti hann mynd af ljóni yfir argentínska fánanum. „SÆL ÖLL SÖMUL! LJÓNIÐ ER SNÚIÐ AFTUR, BRUNANDI Á BRIMBRETTI Á TÁRUM SÓSÍALISTA! LIFI FRELSIÐ ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ,“ skrifar hann við færsluna.
Argentína Spánn Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Hefur „efnahagslega raflostmeðferð“ á því að helminga virði pesósins Ný ríkisstjórn Argentínu hefur tilkynnt að hún muni ríflega helminga virði argentíska pesósins gagnvart Bandaríkjadal. Þetta er fyrsta skrefið í „efnhagslegri raflostmeðferð“ sem Javier Milei, nýr forseti landsins, hefur boðað. 13. desember 2023 07:23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
„Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35
Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43
Hefur „efnahagslega raflostmeðferð“ á því að helminga virði pesósins Ný ríkisstjórn Argentínu hefur tilkynnt að hún muni ríflega helminga virði argentíska pesósins gagnvart Bandaríkjadal. Þetta er fyrsta skrefið í „efnhagslegri raflostmeðferð“ sem Javier Milei, nýr forseti landsins, hefur boðað. 13. desember 2023 07:23