80 til 120 herskip lágu í Hvalfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2024 20:03 Guðjón Sigmundsson (Gaui litli) eigandi Hernámsetursins í Hvalfirði, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á safninu, sem er til húsa á Hlöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður. Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira