Fararheill til Bessastaða Ynda Eldborg skrifar 21. maí 2024 00:00 Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun