Sameiningartákn á tímum sundrungar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 21. maí 2024 07:45 Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar