Hafa náð lendingu um staðarval nýs kirkjugarðs Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 10:08 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði að jarða í nýjum kirkjugarði eftir þrjú til fjögur ár. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA/VÍSIR/VILHELM Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár. Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár.
Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira