Putellas hlaut Ballon d‘Or árin 2021 og 2022. Síðan þá hefur hún glímt við mikil meiðsli.
Síðastliðin tvö tímabil hefur hún lítið spilað og gengist undir tvær aðgerðir á hné. Hún fékk fjölda tilboða frá liðum vestanhafs í NWSL deildinni en ákvað að halda kyrru fyrir í Barcelona.
𝑇ℎ𝑒 𝑚𝑜𝑚𝑒𝑛𝑡 𝑦𝑜𝑢'𝑣𝑒 𝑎𝑙𝑙 𝑏𝑒𝑒𝑛 𝑤𝑎𝑖𝑡𝑖𝑛𝑔 𝑓𝑜𝑟...
— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 21, 2024
🔥 𝐀𝐥𝐞𝐱𝐢𝐚 𝟐𝟎𝟐𝟔 🔥 pic.twitter.com/QLlkBy5ong
Viðræður milli Putellas og Barcelona sigldu í strand í febrúar þegar óljóst var hvert hlutverk hennar yrði hjá félaginu í framtíðinni. Það tókst að slétta úr þeim málum og báðir aðilar sættust á niðurstöðu málsins.
Barcelona varð spænskur deildar- og bikarmeistari á tímabilinu. Þær geta fullkomnað þrennuna næsta laugardag með sigri gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.