Hvað viljum við? 21. maí 2024 15:30 Það er makalaust að nú rúmri viku fyrir kosningar sé enginn frambjóðandi sem nær að höfða til meirihluta þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Katrín efst en samt eru 78% sem velja hana ekki sem forsetaefni. Næst er Halla Hrund sem 80% þjóðarinnar velur ekki. Þar næst er Baldur sem 82% þjóðarinnar velur ekki. 84% velja ekki Höllu Tómasar og 87% ekki Jón, 94 % ekki Arnar og 99% þjóðarinnar velur ekkert okkar hinna? Hvað vill þjóðin? Það er í það minnsta víst að ekkert okkar frambjóðendanna nær því að ná almannahylli nema síður sé og það er rannsóknarefni. Hvað vill þjóðin? Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar gekk með eftirminnilegum hætti fram af þjóðinni tryggði VG Sjálfstæðisflokki og Framsókn áframhaldandi stjórnarsetu þrátt fyrir loforð um annað. Sú stjórn hafði kosningaloforð að engu og efndir ekki í sjónmáli. Tökum dæmi. Alþingi er verið að girða fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks, selja okkur að dýraníð í kvíum og að vindmyllur séu lausnin á öllum okkar vanda, þrátt fyrir heims kunnar staðreyndir um hið gagnstæða. Þjóðin vildi þjóðfélagsbreytingar eftir hrunið og með búsáhaldabyltingu átti að skapa sátt og von um nýja tíma, en hvað gerðist svo? Því er enn fleygt í útlöndum af ráðamönnum að við höfum gert upp sakirnar við ráðamenn og eignafólk sem tefldu þjóðinni á tæpasta vað þótt við vitum öll að það er langt frá því að vera sannleikur. Því sumir sitja enn og leiða jafnvel ríkisstjórn Íslands. 78% þjóðarinnar er ósátt við þann ráðahag. Um 45.000 manns skrifuðu undir afsögn Bjarna Benediktssonar. Um óhæfi Bjarna ríkir meiri samstaða en um nokkurn forsetaframbjóðanda. Það liggur allavega ljóst fyrir að almenningur er ekki sáttur, ekki glaður, ekki með nokkurt forsetaefni og alls ekki með ríkisstjórnina. Og þá spyr maður, hvað getur forseti gert fyrir ósátta þjóð, eitthvað það sem sameinar þjóðina, færir henni gleði von og trú á samfélagið okkar? Því það er hans hlutverk að hlusta eftir vilja þjóðarinnar. Ég er með þessum skrifum að reyna allt sem ég get til að skilja þetta samfélag okkar og hvað það er sem við viljum. Forseti er þjónn þjóðarinnar, hann hefur aðeins vald með þjóðarvilja og ef forseti á að vera sameiningartákn þá lýtur hann vilja þjóðarinnar í einu og öllu. Sumsé, ef það er raunverulegur vilji þjóðar að losna við þessa ríkisstjórn, getur forseti komið því í kring ef þjóðin kallar eftir því. Ef það sem þjóðin vill eru stjórnarslit og hún kallar eftir því, getur forseti með athafnaleysi þreytt stjórnina með því að skrifa ekki undir lög þau er fram eru borin, þar til ríkisstjórnin sér sóma sinn í að hrökklast burt. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á því að á þá sé ekki hlustað. Tæplega 100.000 manns vildu umbætur í heilbrigðiskerfinu. Ekkert gerðist. Kallað hefur verið eftir afsögn óhæfs fólks af almenningi en þingið ver það fram í rauðan dauðann. Þeir sem krafðir eru um afsögn skipta um stól. Skoðanakannanir sýna fram á mikla óánægju með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna, en allt kemur fyrir ekki. Á æðsta valdið, þjóðina sjálfa, er ekki hlustað. En forseti getur hlustað og forseti sem hefur aðeins skyldur við almenning í landinu og þarf bara beiðni hluta þjóðar til að fara að hennar vilja. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs nægir að 10% þjóðar skori á forseta. Tillögur Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá og hvað þyrfti til að forseti virti vilja þjóðar var að markið ætti að setja við 15%. Forseta ber fyrsta skylda til að verja þingræðið og þótt meirihluti tryggi núverandi ríkisstjórn völdin, þá snýst þingræði um það að við stýrið sé ríkisstjórn sem þingið getur afborið. Ef eitthvað er að marka skoðanannakannanir sem lýsa óánægju með Bjarna Benediktsson og ríkisstjórn hans og það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að koma þessari óvinsælu ríkisstjórn frá völdum í eitt skipti fyrir öll þá er hægur vandi fyrir þjóðina að kalla eftir því að forseti staðfesti ekki lög sem ríkisstjórnin setur fram. Og krefja svo forsetaframbjóðendur um slíkt loforð. Ef forseti hlýtir ákalli þjóðarinnar og staðfestir ekki lög frá ríkisstjórninni þarf ríkisstjórnin að vera tilbúin að leggja sjálfa sig að veði með því að reyna að fella forsetann. Þá verða samkvæmt stjórnarskrá þrír fjórðu hlutar þingsins að krefjast þess að forseti fari frá og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um forseta. Fái forseti fleiri atkvæði en þingið er stjórnin fallin og boða þarf til alþingiskosninga. Er þetta það sem þjóðin vill raunverulega? Er eitthvað að marka skoðannakannanir sem lýsa óánægju með ríkisstjórnina? Er eitthvað að marka skoðanakannanir yfirleitt? Já, skoðanakannanir veita ábendingar um afstöðu þjóðarinnar til manna og málefna. Þær segja að ríkisstjórnin og Bjarni Benediktsson séu óvinsæl. Þær segja að þjóðin vilji ríkisstjórnina burt. Þjóðin segist vilja sameiningartákn. Sameiningartákn verður að hafa innihald. Að vera sameiningartákn snýst ekki um það að vera óaðfinnanleg manneskja, því slík manneskja er einfaldlega ekki til. Forseti þarf hinsvegar að vera sú manneskja sem stendur með fólkinu í landinu. Ég vil biðja ykkur lesendur góðir ,að hugsa alvarlega um það til hvers þið ætlist af forseta svo þjóðinni megi auðnast að eignast forseta með mikið og almennt traust en ekki ríflega 20% fylgi. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er makalaust að nú rúmri viku fyrir kosningar sé enginn frambjóðandi sem nær að höfða til meirihluta þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Katrín efst en samt eru 78% sem velja hana ekki sem forsetaefni. Næst er Halla Hrund sem 80% þjóðarinnar velur ekki. Þar næst er Baldur sem 82% þjóðarinnar velur ekki. 84% velja ekki Höllu Tómasar og 87% ekki Jón, 94 % ekki Arnar og 99% þjóðarinnar velur ekkert okkar hinna? Hvað vill þjóðin? Það er í það minnsta víst að ekkert okkar frambjóðendanna nær því að ná almannahylli nema síður sé og það er rannsóknarefni. Hvað vill þjóðin? Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar gekk með eftirminnilegum hætti fram af þjóðinni tryggði VG Sjálfstæðisflokki og Framsókn áframhaldandi stjórnarsetu þrátt fyrir loforð um annað. Sú stjórn hafði kosningaloforð að engu og efndir ekki í sjónmáli. Tökum dæmi. Alþingi er verið að girða fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks, selja okkur að dýraníð í kvíum og að vindmyllur séu lausnin á öllum okkar vanda, þrátt fyrir heims kunnar staðreyndir um hið gagnstæða. Þjóðin vildi þjóðfélagsbreytingar eftir hrunið og með búsáhaldabyltingu átti að skapa sátt og von um nýja tíma, en hvað gerðist svo? Því er enn fleygt í útlöndum af ráðamönnum að við höfum gert upp sakirnar við ráðamenn og eignafólk sem tefldu þjóðinni á tæpasta vað þótt við vitum öll að það er langt frá því að vera sannleikur. Því sumir sitja enn og leiða jafnvel ríkisstjórn Íslands. 78% þjóðarinnar er ósátt við þann ráðahag. Um 45.000 manns skrifuðu undir afsögn Bjarna Benediktssonar. Um óhæfi Bjarna ríkir meiri samstaða en um nokkurn forsetaframbjóðanda. Það liggur allavega ljóst fyrir að almenningur er ekki sáttur, ekki glaður, ekki með nokkurt forsetaefni og alls ekki með ríkisstjórnina. Og þá spyr maður, hvað getur forseti gert fyrir ósátta þjóð, eitthvað það sem sameinar þjóðina, færir henni gleði von og trú á samfélagið okkar? Því það er hans hlutverk að hlusta eftir vilja þjóðarinnar. Ég er með þessum skrifum að reyna allt sem ég get til að skilja þetta samfélag okkar og hvað það er sem við viljum. Forseti er þjónn þjóðarinnar, hann hefur aðeins vald með þjóðarvilja og ef forseti á að vera sameiningartákn þá lýtur hann vilja þjóðarinnar í einu og öllu. Sumsé, ef það er raunverulegur vilji þjóðar að losna við þessa ríkisstjórn, getur forseti komið því í kring ef þjóðin kallar eftir því. Ef það sem þjóðin vill eru stjórnarslit og hún kallar eftir því, getur forseti með athafnaleysi þreytt stjórnina með því að skrifa ekki undir lög þau er fram eru borin, þar til ríkisstjórnin sér sóma sinn í að hrökklast burt. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á því að á þá sé ekki hlustað. Tæplega 100.000 manns vildu umbætur í heilbrigðiskerfinu. Ekkert gerðist. Kallað hefur verið eftir afsögn óhæfs fólks af almenningi en þingið ver það fram í rauðan dauðann. Þeir sem krafðir eru um afsögn skipta um stól. Skoðanakannanir sýna fram á mikla óánægju með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna, en allt kemur fyrir ekki. Á æðsta valdið, þjóðina sjálfa, er ekki hlustað. En forseti getur hlustað og forseti sem hefur aðeins skyldur við almenning í landinu og þarf bara beiðni hluta þjóðar til að fara að hennar vilja. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs nægir að 10% þjóðar skori á forseta. Tillögur Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá og hvað þyrfti til að forseti virti vilja þjóðar var að markið ætti að setja við 15%. Forseta ber fyrsta skylda til að verja þingræðið og þótt meirihluti tryggi núverandi ríkisstjórn völdin, þá snýst þingræði um það að við stýrið sé ríkisstjórn sem þingið getur afborið. Ef eitthvað er að marka skoðanannakannanir sem lýsa óánægju með Bjarna Benediktsson og ríkisstjórn hans og það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að koma þessari óvinsælu ríkisstjórn frá völdum í eitt skipti fyrir öll þá er hægur vandi fyrir þjóðina að kalla eftir því að forseti staðfesti ekki lög sem ríkisstjórnin setur fram. Og krefja svo forsetaframbjóðendur um slíkt loforð. Ef forseti hlýtir ákalli þjóðarinnar og staðfestir ekki lög frá ríkisstjórninni þarf ríkisstjórnin að vera tilbúin að leggja sjálfa sig að veði með því að reyna að fella forsetann. Þá verða samkvæmt stjórnarskrá þrír fjórðu hlutar þingsins að krefjast þess að forseti fari frá og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um forseta. Fái forseti fleiri atkvæði en þingið er stjórnin fallin og boða þarf til alþingiskosninga. Er þetta það sem þjóðin vill raunverulega? Er eitthvað að marka skoðannakannanir sem lýsa óánægju með ríkisstjórnina? Er eitthvað að marka skoðanakannanir yfirleitt? Já, skoðanakannanir veita ábendingar um afstöðu þjóðarinnar til manna og málefna. Þær segja að ríkisstjórnin og Bjarni Benediktsson séu óvinsæl. Þær segja að þjóðin vilji ríkisstjórnina burt. Þjóðin segist vilja sameiningartákn. Sameiningartákn verður að hafa innihald. Að vera sameiningartákn snýst ekki um það að vera óaðfinnanleg manneskja, því slík manneskja er einfaldlega ekki til. Forseti þarf hinsvegar að vera sú manneskja sem stendur með fólkinu í landinu. Ég vil biðja ykkur lesendur góðir ,að hugsa alvarlega um það til hvers þið ætlist af forseta svo þjóðinni megi auðnast að eignast forseta með mikið og almennt traust en ekki ríflega 20% fylgi. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar