Hvaðan kemur fylgi Katrínar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2024 17:00 Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun