Sagðist opinn fyrir takmörkunum á getnaðarvarnir Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 23:53 Donald Trump, var staddur í New York í dag. AP/Michael M. Santiago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vera opinn fyrir því að takmarka aðgengi Bandaríkjamanna að getnaðarvörnum og að framboð hans myndi brátt birta stefnuskjal um málefnið. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali, skömmu áður en hann dróg í land og sagði að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð. Þetta var í fyrsta sinn sem Trump leggur til að hann sé að móta einhverskonar stefnu varðandi getnaðarvarnir frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Síðan þá hefur mikil umræða um þungunarrof, getnaðarvarnir og tæknifrjóvganir átt sér stað í Bandaríkjunum. Þegar Hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi skrifaði Clarence Thomas, einn sex dómara af níu sem skipaður var af forseta úr Repúblikanaflokknum, að dómstóllinn ætti að taka til endurskoðunar dómafordæmi sem tryggði rétt gifts fólks að getnaðarvörnum. Umræðan um getnaðarvarnir snýr að miklu leyti að svokallaðri „neyðarpillu“. Pillu sem konur geta tekið eftir kynmök til að koma í veg fyrir óléttu. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa víða reynt að koma í veg fyrir að konur geti pantað sér slíkar pillur í pósti. Eins og fram kemur í frétt New York Times óttast leiðtogar Repúblikanaflokksins að andstaða við getnaðarvarnir gæti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Framboð Joes Biden, forseta og mótframbjóðanda Trumps, stökk á ummælin og dreifði þeim á samfélagsmiðlum. Sarafina Chitika, talskona framboðsins, sagði einnig að konur víðsvegar um Bandaríkin hefðu þjáðst vegna þeirrar martraðar sem Trump hefði valdið, og var hún þar að vísa til áðurnefndrar ákvörðunar íhaldssamra dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hún sagði að ef Trump yrði aftur forseti væri ljóst að hann vildi ganga enn lengra og draga úr aðgengi fólks að getnaðarvörnum og þar á meðal neyðarpillunni. Q: Do you support any restrictions on a person’s right to contraception?Trump: We’re looking at that pic.twitter.com/ycrP7rCQL4— Biden-Harris HQ (@BidenHQ) May 21, 2024 Seinna í dag birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagði aldrei hafa komið til greina að takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Þetta væru einfaldlega „lygar Demókrata“ og falsfréttir. Þegar Trump var spurður út í afstöðu sína í garð takmarkana á því að senda neyðarpillur í pósti í viðtali þann 12. apríl, sagði Trump að hann hefði sterkar skoðanir á því máli og að framboð hans myndi gefa út yfirlýsingu á næstu tveimur vikum. Þann 27. apríl var hann spurður aftur og hét hann þá yfirlýsingu á næstu tveimur vikum en síðan eru liðnar þrjár vikur. Í svari við fyrirspurn frá blaðamönnum AP sögðu talsmenn framboðs Trumps að hann hefði ávallt verið hlynntur því að ákvarðanir um málefni sem þessi ættu að vera á höndum ráðamanna hvers ríkis Bandaríkjanna fyrir sig. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þungunarrof Tengdar fréttir Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Trump leggur til að hann sé að móta einhverskonar stefnu varðandi getnaðarvarnir frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Síðan þá hefur mikil umræða um þungunarrof, getnaðarvarnir og tæknifrjóvganir átt sér stað í Bandaríkjunum. Þegar Hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi skrifaði Clarence Thomas, einn sex dómara af níu sem skipaður var af forseta úr Repúblikanaflokknum, að dómstóllinn ætti að taka til endurskoðunar dómafordæmi sem tryggði rétt gifts fólks að getnaðarvörnum. Umræðan um getnaðarvarnir snýr að miklu leyti að svokallaðri „neyðarpillu“. Pillu sem konur geta tekið eftir kynmök til að koma í veg fyrir óléttu. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa víða reynt að koma í veg fyrir að konur geti pantað sér slíkar pillur í pósti. Eins og fram kemur í frétt New York Times óttast leiðtogar Repúblikanaflokksins að andstaða við getnaðarvarnir gæti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Framboð Joes Biden, forseta og mótframbjóðanda Trumps, stökk á ummælin og dreifði þeim á samfélagsmiðlum. Sarafina Chitika, talskona framboðsins, sagði einnig að konur víðsvegar um Bandaríkin hefðu þjáðst vegna þeirrar martraðar sem Trump hefði valdið, og var hún þar að vísa til áðurnefndrar ákvörðunar íhaldssamra dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hún sagði að ef Trump yrði aftur forseti væri ljóst að hann vildi ganga enn lengra og draga úr aðgengi fólks að getnaðarvörnum og þar á meðal neyðarpillunni. Q: Do you support any restrictions on a person’s right to contraception?Trump: We’re looking at that pic.twitter.com/ycrP7rCQL4— Biden-Harris HQ (@BidenHQ) May 21, 2024 Seinna í dag birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagði aldrei hafa komið til greina að takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Þetta væru einfaldlega „lygar Demókrata“ og falsfréttir. Þegar Trump var spurður út í afstöðu sína í garð takmarkana á því að senda neyðarpillur í pósti í viðtali þann 12. apríl, sagði Trump að hann hefði sterkar skoðanir á því máli og að framboð hans myndi gefa út yfirlýsingu á næstu tveimur vikum. Þann 27. apríl var hann spurður aftur og hét hann þá yfirlýsingu á næstu tveimur vikum en síðan eru liðnar þrjár vikur. Í svari við fyrirspurn frá blaðamönnum AP sögðu talsmenn framboðs Trumps að hann hefði ávallt verið hlynntur því að ákvarðanir um málefni sem þessi ættu að vera á höndum ráðamanna hvers ríkis Bandaríkjanna fyrir sig.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þungunarrof Tengdar fréttir Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04
„Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39
Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09