Almannahagur eða nýfrjálshyggja? Reynir Böðvarsson skrifar 22. maí 2024 10:45 Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar