Vald spillir Anna Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:30 Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun