„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 11:43 Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun. Getty/Will Palmer Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti það á fréttamannafundi nú rétt fyrir hádegið að hann hafi ekki mátt velja Albert í hópinn „Það voru leikmenn sem ég vildi velja en vegna meiðsla þurfti ég að skilja menn eftir og líka út af reglum KSÍ,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þá spurður hvort Albert hafi verið maðurinn sem ekki mátt velja vegna reglna sambandsins. „Sá sem ég gat ekki valið út af reglum KSÍ er Albert“ sagði Hareide. Albert hefur verið orðaður við félög víða um Evrópu eftir gott gengi með Genoa á Ítalíu í vetur og Hareide snerti aðeins á því í kjölfarið: „Ég hef verið í þeirri stöðu áður að hafa leikmenn sem eru að líkindum á leið í nýtt félag. Það fer mikil athygli í það. Það getur verið vandræðasamt því hausinn getur þá verið annars staðar (en á landsliðsverkefninu). Stundum vilja félög að leikmennn séu á ferð og flugi til að fara í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni, og það getur haft truflandi áhrif.“ „En reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert í því,“ sagði Hareide á fundinum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti það á fréttamannafundi nú rétt fyrir hádegið að hann hafi ekki mátt velja Albert í hópinn „Það voru leikmenn sem ég vildi velja en vegna meiðsla þurfti ég að skilja menn eftir og líka út af reglum KSÍ,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þá spurður hvort Albert hafi verið maðurinn sem ekki mátt velja vegna reglna sambandsins. „Sá sem ég gat ekki valið út af reglum KSÍ er Albert“ sagði Hareide. Albert hefur verið orðaður við félög víða um Evrópu eftir gott gengi með Genoa á Ítalíu í vetur og Hareide snerti aðeins á því í kjölfarið: „Ég hef verið í þeirri stöðu áður að hafa leikmenn sem eru að líkindum á leið í nýtt félag. Það fer mikil athygli í það. Það getur verið vandræðasamt því hausinn getur þá verið annars staðar (en á landsliðsverkefninu). Stundum vilja félög að leikmennn séu á ferð og flugi til að fara í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni, og það getur haft truflandi áhrif.“ „En reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert í því,“ sagði Hareide á fundinum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira