Grípum gullið tækifæri og sendum heiminum skýr skilaboð…aftur Svandís Ingimundardóttir skrifar 23. maí 2024 11:01 Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun