Vonandi endurtekur sagan sig! Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. maí 2024 08:00 Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi. Hins vegar stóð Gunnar Thoroddsen, gáfumaður og ræðusnillingur, sem hafði verið kjörinn á þing 23ja ára gamall og verið hafði bæði borgarstjóri og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Atvinnupólitíkus. Kosningabaráttan og niðurstaðan Kristján var hispurslaus og alúðlegur, hafði ekki blandað sér mikið í stjórnmál og hafði áunnið sér vinsældir meðal þjóðarinnar, m.a. með þáttum um fornminjar, sem hann sá um í sjónvarpi. Hann lagði mikið upp úr öllu því, sem þjóðlegt var, á sama hátt og hann var sigldur maður, jafnt með tilliti til menntunar og reynslu. Gunnar, sem talinn var einn glæsilegasti stjórnmálamaður síns tíma, mældist lengi vel með meira fylgi í skoðanakönnunum, enda studdur af ráðandi stjórnmálaöflum, valdastéttinni. Vindarnir breyttust þó, þegar í endanlega kosningabaráttuna var komið. Kristján kom fram sem alþýðlegur menntamaður, sem tengdist landi og þjóð betur en hástéttarmaðurinn og atvinnupólitíkusinn Gunnar. Fólki fannst, að Kristján væri einn af þeim, og, að hann yrði betri og traustari fulltrúi þess gagnvart stjórnmálunum, valdastéttinni. Þarna kom fram tilhneiging, vaxandi vilji þjóðarinnar, til að skilja að forsetaembættið og stjórnmálin, sem haldizt hefur síðan með einni undantekningu. Kristján vann svo afgerandi sigur yfir Gunnari á kjördegi. Vonandi endurtekur sagan sig Stöðu og framboði Höllu Hrundar Logadóttur má líkja við framboð Kristjáns Eldjárns og stöðu og framboði Katrínar Jakobsdóttur við stöðu og framboð Gunnars Thoroddsen. Fulltrúi þjóðarinnar gegn fulltrúa stjórnmálamanna og valdastéttar. Auðvitað eru nú fleiri frambjóðendur í myndinni, og standa Baldur og Halla Tómasdóttir þar fremst í stöðunni, en ég gæti trúað því, að, þegar endanlega til kastanna kemur, muni slagurinn að standa á milli Höllu Hrundar og Katrínar. Varðandi afstöðu og val manna, vil ég rifja upp þá kjörmynd, sem mér finnst, að forseti landsins eigi að fylla, og ég hygg, að flestir geti verið sammála um: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund Logadóttir þessa afar krefjandi kjörmynd mæta vel! Verður það sama sagt um Katrínu Jakobsdóttur, sem auðvitað er góðum gáfum gædd, vel menntuð, reyndar bara hérlendis, margreynd í stjórnmálunum og væn og elskuleg að sjá? Ef menn vilja skilja á milli forseta og stjórnmála, hentar Katrín auðvitað ekki. Hún hefur verið stjórnmálamaður mest allan sinn feril. Fyrir undirrituðum er forsætisráðherramynd Katrínar, síðustu tæplega 7 árin, líka blandin – margt, sem stefnt var að og lofað 2017 hefur ekki staðizt eða rætzt – og fellur því alvarlegur skuggi á trúverðugleikann. Dæmi þetta hver fyrir sig. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út á þessu stigi. Katrín er þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál fagmannlega og vel, með sannfæringarkrafti og sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. En, þessi kosning snýst ekki um það! Baldur og Halla Tómasdóttir eru auðvitað gott fólk og gegnt, fyrir mér einkum Halla, þau eru hæf til margs, en hvorugt þeirra fyllir þó þá kjörmynd, sem mér finnst verða að gilda, jafn vel og Halla Hrund. Jón Gnarr er varla í myndinni lengur, og er í því sambandi vert að minna á, að, ef menn kjósa þá, sem ekki eiga raunverulega möguleika á að ná kjöri, þá eru þeir að kasta atkvæði sínu á glæ. Þeirra atkvæði fellur þá dautt! Vilja menn það!? Til að vera viss um, að atkvæðið telji og gildi, eins og hægt er, sýnist mér að kjósa verði Höllu Hrund eða Katrínu. Hin eiga vart sjéns. Vitaskuld dæmir, líka hér, hver fyrir sig. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverdarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi. Hins vegar stóð Gunnar Thoroddsen, gáfumaður og ræðusnillingur, sem hafði verið kjörinn á þing 23ja ára gamall og verið hafði bæði borgarstjóri og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Atvinnupólitíkus. Kosningabaráttan og niðurstaðan Kristján var hispurslaus og alúðlegur, hafði ekki blandað sér mikið í stjórnmál og hafði áunnið sér vinsældir meðal þjóðarinnar, m.a. með þáttum um fornminjar, sem hann sá um í sjónvarpi. Hann lagði mikið upp úr öllu því, sem þjóðlegt var, á sama hátt og hann var sigldur maður, jafnt með tilliti til menntunar og reynslu. Gunnar, sem talinn var einn glæsilegasti stjórnmálamaður síns tíma, mældist lengi vel með meira fylgi í skoðanakönnunum, enda studdur af ráðandi stjórnmálaöflum, valdastéttinni. Vindarnir breyttust þó, þegar í endanlega kosningabaráttuna var komið. Kristján kom fram sem alþýðlegur menntamaður, sem tengdist landi og þjóð betur en hástéttarmaðurinn og atvinnupólitíkusinn Gunnar. Fólki fannst, að Kristján væri einn af þeim, og, að hann yrði betri og traustari fulltrúi þess gagnvart stjórnmálunum, valdastéttinni. Þarna kom fram tilhneiging, vaxandi vilji þjóðarinnar, til að skilja að forsetaembættið og stjórnmálin, sem haldizt hefur síðan með einni undantekningu. Kristján vann svo afgerandi sigur yfir Gunnari á kjördegi. Vonandi endurtekur sagan sig Stöðu og framboði Höllu Hrundar Logadóttur má líkja við framboð Kristjáns Eldjárns og stöðu og framboði Katrínar Jakobsdóttur við stöðu og framboð Gunnars Thoroddsen. Fulltrúi þjóðarinnar gegn fulltrúa stjórnmálamanna og valdastéttar. Auðvitað eru nú fleiri frambjóðendur í myndinni, og standa Baldur og Halla Tómasdóttir þar fremst í stöðunni, en ég gæti trúað því, að, þegar endanlega til kastanna kemur, muni slagurinn að standa á milli Höllu Hrundar og Katrínar. Varðandi afstöðu og val manna, vil ég rifja upp þá kjörmynd, sem mér finnst, að forseti landsins eigi að fylla, og ég hygg, að flestir geti verið sammála um: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund Logadóttir þessa afar krefjandi kjörmynd mæta vel! Verður það sama sagt um Katrínu Jakobsdóttur, sem auðvitað er góðum gáfum gædd, vel menntuð, reyndar bara hérlendis, margreynd í stjórnmálunum og væn og elskuleg að sjá? Ef menn vilja skilja á milli forseta og stjórnmála, hentar Katrín auðvitað ekki. Hún hefur verið stjórnmálamaður mest allan sinn feril. Fyrir undirrituðum er forsætisráðherramynd Katrínar, síðustu tæplega 7 árin, líka blandin – margt, sem stefnt var að og lofað 2017 hefur ekki staðizt eða rætzt – og fellur því alvarlegur skuggi á trúverðugleikann. Dæmi þetta hver fyrir sig. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út á þessu stigi. Katrín er þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál fagmannlega og vel, með sannfæringarkrafti og sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. En, þessi kosning snýst ekki um það! Baldur og Halla Tómasdóttir eru auðvitað gott fólk og gegnt, fyrir mér einkum Halla, þau eru hæf til margs, en hvorugt þeirra fyllir þó þá kjörmynd, sem mér finnst verða að gilda, jafn vel og Halla Hrund. Jón Gnarr er varla í myndinni lengur, og er í því sambandi vert að minna á, að, ef menn kjósa þá, sem ekki eiga raunverulega möguleika á að ná kjöri, þá eru þeir að kasta atkvæði sínu á glæ. Þeirra atkvæði fellur þá dautt! Vilja menn það!? Til að vera viss um, að atkvæðið telji og gildi, eins og hægt er, sýnist mér að kjósa verði Höllu Hrund eða Katrínu. Hin eiga vart sjéns. Vitaskuld dæmir, líka hér, hver fyrir sig. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverdarsinni.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun