Magdeburg var með mikla yfirburði í fjórtán marka sigri á Íslendingaliðinu HBW Balingen-Weilstetten, 43-29.
Ómar Ingi skoraði tíu mörk í leiknum og þurfti aðeins ellefu skot til þess. Þrjú af mörkum hans komu úr vítum.
Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf sjö stoðsendingar og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.
Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen og gaf líka tvær stoðsendingar.
Sigurinn þýðir að Magdeburg er með 56 stig eða tveimur fleiri en Füchse Berlin og liðið á einnig einn leik inni á Berlínarliðið.
Magdeburg hefur unnið alla deildarleiki sína síðan liðið tapaði á móti Hannover-Burgdorf 18. febrúar síðastliðinn.
Ómar Ingi nýtti öll sex skotin sín í fyrri hálfleiknum en Magdeburg var komið níu mörkum yfir í hálfleik, 22-13.