Eitt mesta átvagl sögunnar hætt að keppa: „Ekki lengur svangur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 11:01 Takeru Kobayashi er heimsmethafi í kappáti. EPA/ANDY RAIN Einn frægasti keppandi heims í kappáti, Japaninn Takeru Kobayashi, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja skóna á hilluna og hætta keppni. Ástæðan eru heilsufarsvandræði hjá þessum sexfalda meistara í einni frægustu pylsuátskeppni í heimi. Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan. Matur Heilsa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan.
Matur Heilsa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira