Heldur þann besta en þann næstbesta! Vilhjálmur B. Bragason skrifar 24. maí 2024 12:01 Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun