„Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. maí 2024 20:28 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum. „Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira