Pochettino mun stýra úrvalsliði heimsins gegn úrvalsliði Englands, sem verða undir stjórn Frank Lampard. Leikurinn er hluti af Soccer Aid góðgerðarátaki UNICEF.
Þónokkur þekkt nöfn munu spila leikinn: Jill Scott, Karen Carney, Eden Hazard, Jermain Defoe, David James, Gary Cahill, David Seaman, Roberto Carlos, Joe Cole og Jack Wilshere hafa öll boðað komu sína.
📌 Stamford Bridge
— Soccer Aid (@socceraid) March 19, 2024
📆 Sunday 9 June
⚽ #SoccerAid
We're back! Soccer Aid for UNICEF returns to London this summer. Tickets start from £10 for children and £20 for adults.
See you there! 💙 @unicef_uk
Pochettino tók einnig þátt í góðgerðarleiknum á síðasta ári þegar rétt tæplega 100 milljónir punda söfnuðust.
Þetta verður þó að öllum líkindum síðasti leikur hans á Stamford Bridge um einhvern tíma, en framtíð hans er með öllu óráðin.