Fyrrverandi Íslandsmeistari gefur út kántríslagara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Arnþór Ingi er ólíkindatól. vísir/hulda margrét Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni. Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu. Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu.
Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira