Jákvæðni á Bessastöðum Þorsteinn Magnússon skrifar 26. maí 2024 09:01 Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun