„Finnst þetta geðveikur sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2024 22:34 Aron Pálmarsson steig upp í kvöld. Vísir/Diego Aron Pálmarsson steig upp undir lok leiks er FH-ingar tóku forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla með dramatískum eins marks sigri gegn AFtureldingu í kvöld, 27-26. „Ég er mjög stoltur af þessum sigurleik þar sem við erum vanalega búnir að vera liðið sem leiðir leikina í vetur og klárum það síðan þannig, en það var akkúrat öfugt í dag,“ sagði Aron í leikslok. „Þetta var erfitt og mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hrikalega vel og lokum gersamlega vörninni. Þeir skora ekki fyrr en eftir níu mínútur og það var eftir mistök frá okkur sóknarlega.“ „Svo er þetta bara stál í stál, en þeir leiða svolítið og við alltaf að elta. En eins og ég segi þá finnst mér þetta geðveikur sigur. Að ná að vinna eftir að hafa verið að elta nánast allan tímann.“ FH-ingar fengu þó fullt af tækifærum til að ná yfirhöndinni í leiknum og voru til að mynda tveimur mönnum fleiri í tvígang og einu sinni þremur mönnum fleiri. „Þeir voru bara klókir fannst mér. Ég held að við höfum klikkað á einu færi í þessum svaka yfirtölum og mér fannst við nýta það vel sóknarlega. En þeir voru klókir sóknarlega hjá sér, eyddu miklum tíma og mér fannst mennirnir þeirra vera komnir hættulega fljótt inn á. Þeir gerðu þetta bara vel, en á sama tíma er ég bara óánægður með hvernig við spilum þessar fyrstu 30 mínútur. Við erum tíu sinnum betri en þetta. Þetta er of tæpt og við megum ekki leika okkur að eldinum. Við þurfum að sýna allar okkar bestu hliðar frá fyrstu mínútu og það verður áskorunin okkar á miðvikudaginn.“ Þá segir Aron að hann hafi fundir fyrir því undir lok leiks að hann þyrfti að stíga upp á ögurstundu. „Ég reyndi það aðeins í fyrri, en þeir brugðust aðeins öðruvísi við en í síðasta leik. Án þess að vera eitthvað leiðinlegur þá held ég að þessar síðustu tíu hafi ég skorað þrjú og örugglega átt hin fjögur, fimm mörkin. Þannig ég er bara ánægður með mitt framlag í þessum leik. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af þessum sigurleik þar sem við erum vanalega búnir að vera liðið sem leiðir leikina í vetur og klárum það síðan þannig, en það var akkúrat öfugt í dag,“ sagði Aron í leikslok. „Þetta var erfitt og mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hrikalega vel og lokum gersamlega vörninni. Þeir skora ekki fyrr en eftir níu mínútur og það var eftir mistök frá okkur sóknarlega.“ „Svo er þetta bara stál í stál, en þeir leiða svolítið og við alltaf að elta. En eins og ég segi þá finnst mér þetta geðveikur sigur. Að ná að vinna eftir að hafa verið að elta nánast allan tímann.“ FH-ingar fengu þó fullt af tækifærum til að ná yfirhöndinni í leiknum og voru til að mynda tveimur mönnum fleiri í tvígang og einu sinni þremur mönnum fleiri. „Þeir voru bara klókir fannst mér. Ég held að við höfum klikkað á einu færi í þessum svaka yfirtölum og mér fannst við nýta það vel sóknarlega. En þeir voru klókir sóknarlega hjá sér, eyddu miklum tíma og mér fannst mennirnir þeirra vera komnir hættulega fljótt inn á. Þeir gerðu þetta bara vel, en á sama tíma er ég bara óánægður með hvernig við spilum þessar fyrstu 30 mínútur. Við erum tíu sinnum betri en þetta. Þetta er of tæpt og við megum ekki leika okkur að eldinum. Við þurfum að sýna allar okkar bestu hliðar frá fyrstu mínútu og það verður áskorunin okkar á miðvikudaginn.“ Þá segir Aron að hann hafi fundir fyrir því undir lok leiks að hann þyrfti að stíga upp á ögurstundu. „Ég reyndi það aðeins í fyrri, en þeir brugðust aðeins öðruvísi við en í síðasta leik. Án þess að vera eitthvað leiðinlegur þá held ég að þessar síðustu tíu hafi ég skorað þrjú og örugglega átt hin fjögur, fimm mörkin. Þannig ég er bara ánægður með mitt framlag í þessum leik.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira