Það skiptir máli hver er forseti landsins Unnar Geir Unnarsson skrifar 27. maí 2024 14:01 Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar