ALDIN kallar eftir loftslagsaðgerðum Árni Bragason, Halldór Reynisson, Heiðrun Guðmundsdóttir, Dagný Halldórsdóttir og Tryggvi Felixson skrifa 27. maí 2024 18:30 Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar