Utan vallar: Þegar góðu gæjarnir koma fyrstir í mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2024 11:00 Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val til sigurs í EHF-bikarnum um helgina. vísir/diego Stundum er sagt að góðu gaurarnir komi síðastir í mark. Það á þó ekki alltaf við eins og sannaðist þegar Valur vann EHF-bikarinn á laugardaginn. Valsmenn fóru lengri leiðina að því að verða fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópukeppni. Þeir þurftu að spila fjórtán leiki, selja klósettpappír og rækjur til að fjármagna sjö utanlandsferðir og tryggðu sér svo titilinn með sigri á Olympiacos í vítakastkeppni í óvinveittum aðstæðum í Friðar- og vináttuhöllinni í Aþenu. Vítaskyttur Vals sýndu mikið öryggi fyrir framan tólf þúsund manns, kláruðu sitt og Hlíðarendapiltar fögnuðu svo vel eftir að Savvas Savvas, besti leikmaður einvígisins, skaut í slá úr lokavíti Grikkjanna. Hetjur Vals á laugardaginn voru margar. Magnús Óli Magnússon skoraði markið sem tryggði Valsmönnum vítakeppnina, Ísak Gústafsson átti sinn besta leik í búningi Vals, Benedikt Gunnar Óskarsson sýndi á köflum hvurs lags handboltavirtúós hann er, silfur- og bronsmennirnir Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson voru ómetanlegir og svo mætti áfram telja. En þetta var sigur heildarinnar og þetta var sigurinn hans Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, eins af góðu gaurunum í íslenskum íþróttum. Og eins af okkar færustu handboltaþjálfurum. Óskar Bjarni var að klára sitt 25. tímabil í meistaraflokksþjálfun og hann hefur líklega aldrei boðið upp á jafn góða stjórnun á liði og hóp og í vetur. Þegar Óskar Bjarni tók við Val í enn eitt skiptið síðasta sumar grunaði eflaust fáa að fram undan væri eitt eftirminnilegasta tímabil í glæsilegri handboltasögu félagsins. Eftir mikla velgengni undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og eftirtektarverðan árangur í Evrópudeildinni virtist tankur Valsmanna einfaldlega vera tómur undir lok síðasta tímabils. Valsmenn spiluðu fjórtán leiki í EHF-bikarnum í vetur auk þess að komast í bikarúrslit og undanúrslit Íslandsmótsins.vísir/diego En með góðu fríi og góðum viðbótum var Valsvélin ræst á ný. Og hún mallaði vel þegar hún var komin í gang. Valur vann bikarinn, komst í undanúrslit Olís-deildarinnar og setti svo kirsuberið ofan á kökuna með því að vinna EHF-bikarinn. Það er auðvelt að samgleðjast með Val. Og flestir, sama hvaða lið þeir styðja, samglöddust eflaust með Óskari Bjarna. Það er nefnilega líklegra að finna nál í heystakki en einhvern sem ber illan hug til þessa mikla Valsmanns. Eftir áratug í bransanum hefur undirritaður ekki enn heyrt nokkurn hallmæla Óskari Bjarna, sama úr hvaða íþrótt og hvaða félagi viðkomandi kemur. Síðan er þetta svo dásamlega venjulegur náungi. Ef hann væri ekki að þjálfa Val væri hann uppi í stúku með stuðningsmannasveitinni eða úti á gólfi á bónvélinni. Allt fyrir Val. Leikmenn Vals fagna sigrinum á Olympiacos á heimavelli um þarsíðustu helgi.vísir/diego En Óskar Bjarni er ekki bara gúddí gæi og það eitt og sér kemur þér ekkert rosalega langt í íþróttum. Hann er líka einstaklega fær þjálfari, frábær að nýta breiddina og virkja alla í hópnum sem hann hefur til umráða. Óskar Bjarni kveikti til að mynda aftur á Agnari Smára Jónssyni, vakti Aron Dag Pálsson til lífsins, treysti Andra Finnssyni og Úlfari Páli Monsa Þórðarsyni fyrir stórum hlutverkum og svo mætti áfram telja. Hann spilaði einfaldlega hárrétt á alla strengi og útkoman var glæsileg. Óskar Bjarni var einn af bestu sonum Vals fyrir leikinn á laugardaginn, enda búinn að vinna fjölda stórra titla með liðinu, búa til ógrynni afreks- og félagsmanna og bara vera Valsari af lífi og sál. En núna er hann búinn að skrifa sig í sögubækur Vals, félagsins síns, og það með gylltu letri. Utan vallar Valur EHF-bikarinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán Sjá meira
Valsmenn fóru lengri leiðina að því að verða fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópukeppni. Þeir þurftu að spila fjórtán leiki, selja klósettpappír og rækjur til að fjármagna sjö utanlandsferðir og tryggðu sér svo titilinn með sigri á Olympiacos í vítakastkeppni í óvinveittum aðstæðum í Friðar- og vináttuhöllinni í Aþenu. Vítaskyttur Vals sýndu mikið öryggi fyrir framan tólf þúsund manns, kláruðu sitt og Hlíðarendapiltar fögnuðu svo vel eftir að Savvas Savvas, besti leikmaður einvígisins, skaut í slá úr lokavíti Grikkjanna. Hetjur Vals á laugardaginn voru margar. Magnús Óli Magnússon skoraði markið sem tryggði Valsmönnum vítakeppnina, Ísak Gústafsson átti sinn besta leik í búningi Vals, Benedikt Gunnar Óskarsson sýndi á köflum hvurs lags handboltavirtúós hann er, silfur- og bronsmennirnir Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson voru ómetanlegir og svo mætti áfram telja. En þetta var sigur heildarinnar og þetta var sigurinn hans Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, eins af góðu gaurunum í íslenskum íþróttum. Og eins af okkar færustu handboltaþjálfurum. Óskar Bjarni var að klára sitt 25. tímabil í meistaraflokksþjálfun og hann hefur líklega aldrei boðið upp á jafn góða stjórnun á liði og hóp og í vetur. Þegar Óskar Bjarni tók við Val í enn eitt skiptið síðasta sumar grunaði eflaust fáa að fram undan væri eitt eftirminnilegasta tímabil í glæsilegri handboltasögu félagsins. Eftir mikla velgengni undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og eftirtektarverðan árangur í Evrópudeildinni virtist tankur Valsmanna einfaldlega vera tómur undir lok síðasta tímabils. Valsmenn spiluðu fjórtán leiki í EHF-bikarnum í vetur auk þess að komast í bikarúrslit og undanúrslit Íslandsmótsins.vísir/diego En með góðu fríi og góðum viðbótum var Valsvélin ræst á ný. Og hún mallaði vel þegar hún var komin í gang. Valur vann bikarinn, komst í undanúrslit Olís-deildarinnar og setti svo kirsuberið ofan á kökuna með því að vinna EHF-bikarinn. Það er auðvelt að samgleðjast með Val. Og flestir, sama hvaða lið þeir styðja, samglöddust eflaust með Óskari Bjarna. Það er nefnilega líklegra að finna nál í heystakki en einhvern sem ber illan hug til þessa mikla Valsmanns. Eftir áratug í bransanum hefur undirritaður ekki enn heyrt nokkurn hallmæla Óskari Bjarna, sama úr hvaða íþrótt og hvaða félagi viðkomandi kemur. Síðan er þetta svo dásamlega venjulegur náungi. Ef hann væri ekki að þjálfa Val væri hann uppi í stúku með stuðningsmannasveitinni eða úti á gólfi á bónvélinni. Allt fyrir Val. Leikmenn Vals fagna sigrinum á Olympiacos á heimavelli um þarsíðustu helgi.vísir/diego En Óskar Bjarni er ekki bara gúddí gæi og það eitt og sér kemur þér ekkert rosalega langt í íþróttum. Hann er líka einstaklega fær þjálfari, frábær að nýta breiddina og virkja alla í hópnum sem hann hefur til umráða. Óskar Bjarni kveikti til að mynda aftur á Agnari Smára Jónssyni, vakti Aron Dag Pálsson til lífsins, treysti Andra Finnssyni og Úlfari Páli Monsa Þórðarsyni fyrir stórum hlutverkum og svo mætti áfram telja. Hann spilaði einfaldlega hárrétt á alla strengi og útkoman var glæsileg. Óskar Bjarni var einn af bestu sonum Vals fyrir leikinn á laugardaginn, enda búinn að vinna fjölda stórra titla með liðinu, búa til ógrynni afreks- og félagsmanna og bara vera Valsari af lífi og sál. En núna er hann búinn að skrifa sig í sögubækur Vals, félagsins síns, og það með gylltu letri.
Utan vallar Valur EHF-bikarinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán Sjá meira