Halla Tómasdóttir lætur verkin tala Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:30 Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun