Ferðamálastefna til framtíðar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:01 Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar. Sameiginleg stefnumótun Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lagði af því tilefni fyrr í þessum mánuði fram ferðamálastefnu til ársins 2030. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar og aðgerðaáætlun henni tengdri er að tryggja framtíðarsýn í greininni og styðja við sjálfbærni í ferðaþjónustu á öllum sviðum. Þessi stefna er unnin á breiðum grunni og í virku samráði við hagaðila. Skipaðir voru sjö hópar sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu. Afraksturinn er stefnumótun í greininni sem kemur jafnt frá stjórnvöldum og atvinnugreininni sem endurspeglar sameiginlegar áherslur og sýn til framtíðar. Fullyrða má að aldrei fyrr hafi jafn ítarlegt samráð átt sér stað við stefnumótun á sviði ferðaþjónustu hér á landi, segja má að það sé forsenda fyrir því að vel takist til með þessa lykilatvinnugrein okkar. Markmið og stefna Í stefnunni má finna skýra framtíðarsýn, markmið og áherslur auk aðgerðaráætlunar í 43 skilgreindum aðgerðum til þess að fylgja eftir stefnunni. Lögð er áhersla á samþættingu milli fjögurra lykilstoða, efnahags, samfélags, umhverfis og gesta. Það er, lögð er áhersla á aukna framleiðni í ferðaþjónustu, verðmætasköpun og samkeppnishæfni um land allt ásamt því að tyggja framþróun sem byggir á tækni, gögnum, nýsköpun, vöruþróun, mannauði og menntun. Þá er lögð áhersla á jákvæð áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög ásamt því að tryggja aukin lífsgæði um land allt. Eitt af markmiðunum stefnunnar að efla sjálfbær samfélög, uppbyggingu áfangastaða og dreifingu ferðamanna um landið allt árið um kring. Í samræmi við kröfur nútímans er að sjálfsögðu lögð rík áhersla á umhverfisvernd, minna kolefnisspor og orkuskipti. Sérstök áhersla er lögð á að fagmennska, gæði og öryggi einkenni íslenska ferðaþjónustu og upplifun gesta sé í samræmi við væntingar og náttúru. Opið gagnarými fyrir ferðaþjónustu Eitt af þeim atriðum sem mér líst afar vel á í stefnunni er opið gagnarými fyrir ferðaþjónustuna. Markmiðið með gagnarýminu er að þjóna hagaðilum innan ferðaþjónustunnar og afleiddum greinum með tryggu aðgengi að áreiðanlegum, opnum, samþættanlegum og stafrænum gögnum. Gagnarými sem þetta styður við gagnadrifna ákvörðunartöku, virka notkun á Jafnvægisás ferðaþjónustunnar, rannsóknir, greiningar og nýsköpun. Það mun gera öll opinber gögn sem tengjast ferðaþjónustu aðgengileg og taka á móti gögnum sem nýst geta atvinnugreininni, þar með talið frá einkaaðilum. Um er að ræða verkfæri sem kemur til með að nýtast til margs góðs. Álagsstýring á áfangastöðum Mikill árangur hefur náðst í að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum á síðustu árum, bæði að frumkvæði stjórnvalda og einkaaðila. En betur má ef duga skal ef bregðast á við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur haft í för með sér. Í stefnunni er því lagt til að útfæra fyrirkomulag álagsstýringar til þess að sporna við of miklu álagi og bæta flæði umferðar ferðamanna þar sem þörf er á. Markmiðið með álagsstýringunni er að stýra og jafna álag á áfangastöðum ferðamanna, svo vernda megi viðkvæma náttúru, menningarminjar og innviði og leitast við að koma í veg fyrir neikvæða upplifun gesta og heimamanna. En þannig má stuðlað að sjálfbærri þróun áfangastaða. Samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa og innviðagjald Komur skemmtiferðaskipa til landsins hafa aukist verulega á undanförnum árum og þau hafa getu til að koma víðar við en vegakerfi landsins býður upp á. Ágangur ferðamanna um svæði getur verið vandamál. Hér vil ég sérstaklega nefna landtöku skemmtiferðaskipa inn á friðlýst svæði. Það er því sérstaklega ánægjulegt að í stefnunni sé fjallað um samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa og nýtingu innviða. En stofna á samstarfshópa sveitarfélaga og ferðaþjónustu í hverjum landshluta sem vinni eiga að greiningu og móti stefnu landshlutans um umgjörð og komur skemmtiferðaskipa og landtöku utan hafna. Er hlutverk þeirra meðal annars að skoða þörf á álagsstýringu og uppbyggingu innviða. Þá á að hefja sérstaka gjaldtöku á komur erlendra skemmtiferðaskipa og eiga þær tekjur að renna til uppbyggingar innviða á sviði ferðaþjónustu. Erlend skemmtiferðaskip hafa hingað til almennt greitt takmarkaða skatta til íslenska ríkisins, helst hefur verið um að ræða þjónustugjöld á borð við hafnargjöld til hafnarsjóðs, vitagjald og farþegagjald fyrir hvern farþega og nú ný nýlega gistináttagjald. Með þessu hafa skemmtiferðaskip haft ákveðið samkeppnisforskot á innlenda ferðaþjónustu en farþegar skipanna njóta með líkum hætti íslenskrar náttúru og innviða og aðrir ferðamenn sem eru hér á landi. Með þessum hætti er verið að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu ásamt því að efla verðmætasköpun sem fjármagnar og stuðlar að aukinni uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu. Tímamót á sviði ferðaþjónustu Stefnan inniheldur líkt og fyrr segir marga aðra þætti og aðgerðaráætlanir. Ég hvet áhugasama til þess að kynna sér hana frekar enda um að ræða stórt og áhugaverða tillögu og ekki hægt í einni grein að fjalla um alla þætti hennar. En segja má að með framlagningu þessarar heildstæðu stefnu sé um að ræða ákveðin tímamót á sviði ferðaþjónustu á Íslandi. Fjöldinn allur af hagaðilum hefur sett mark sitt á þessa stefnu og mikilvægast er að hún er unnin sátt og samráði. Ég bind vonir við að okkur beri gæfa til að klára að afgreiða hana á þessu þingi, enda jafn mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, land og þjóð. Höfundur þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar. Sameiginleg stefnumótun Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lagði af því tilefni fyrr í þessum mánuði fram ferðamálastefnu til ársins 2030. Meginmarkmið ferðamálastefnunnar og aðgerðaáætlun henni tengdri er að tryggja framtíðarsýn í greininni og styðja við sjálfbærni í ferðaþjónustu á öllum sviðum. Þessi stefna er unnin á breiðum grunni og í virku samráði við hagaðila. Skipaðir voru sjö hópar sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu. Afraksturinn er stefnumótun í greininni sem kemur jafnt frá stjórnvöldum og atvinnugreininni sem endurspeglar sameiginlegar áherslur og sýn til framtíðar. Fullyrða má að aldrei fyrr hafi jafn ítarlegt samráð átt sér stað við stefnumótun á sviði ferðaþjónustu hér á landi, segja má að það sé forsenda fyrir því að vel takist til með þessa lykilatvinnugrein okkar. Markmið og stefna Í stefnunni má finna skýra framtíðarsýn, markmið og áherslur auk aðgerðaráætlunar í 43 skilgreindum aðgerðum til þess að fylgja eftir stefnunni. Lögð er áhersla á samþættingu milli fjögurra lykilstoða, efnahags, samfélags, umhverfis og gesta. Það er, lögð er áhersla á aukna framleiðni í ferðaþjónustu, verðmætasköpun og samkeppnishæfni um land allt ásamt því að tyggja framþróun sem byggir á tækni, gögnum, nýsköpun, vöruþróun, mannauði og menntun. Þá er lögð áhersla á jákvæð áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög ásamt því að tryggja aukin lífsgæði um land allt. Eitt af markmiðunum stefnunnar að efla sjálfbær samfélög, uppbyggingu áfangastaða og dreifingu ferðamanna um landið allt árið um kring. Í samræmi við kröfur nútímans er að sjálfsögðu lögð rík áhersla á umhverfisvernd, minna kolefnisspor og orkuskipti. Sérstök áhersla er lögð á að fagmennska, gæði og öryggi einkenni íslenska ferðaþjónustu og upplifun gesta sé í samræmi við væntingar og náttúru. Opið gagnarými fyrir ferðaþjónustu Eitt af þeim atriðum sem mér líst afar vel á í stefnunni er opið gagnarými fyrir ferðaþjónustuna. Markmiðið með gagnarýminu er að þjóna hagaðilum innan ferðaþjónustunnar og afleiddum greinum með tryggu aðgengi að áreiðanlegum, opnum, samþættanlegum og stafrænum gögnum. Gagnarými sem þetta styður við gagnadrifna ákvörðunartöku, virka notkun á Jafnvægisás ferðaþjónustunnar, rannsóknir, greiningar og nýsköpun. Það mun gera öll opinber gögn sem tengjast ferðaþjónustu aðgengileg og taka á móti gögnum sem nýst geta atvinnugreininni, þar með talið frá einkaaðilum. Um er að ræða verkfæri sem kemur til með að nýtast til margs góðs. Álagsstýring á áfangastöðum Mikill árangur hefur náðst í að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum á síðustu árum, bæði að frumkvæði stjórnvalda og einkaaðila. En betur má ef duga skal ef bregðast á við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur haft í för með sér. Í stefnunni er því lagt til að útfæra fyrirkomulag álagsstýringar til þess að sporna við of miklu álagi og bæta flæði umferðar ferðamanna þar sem þörf er á. Markmiðið með álagsstýringunni er að stýra og jafna álag á áfangastöðum ferðamanna, svo vernda megi viðkvæma náttúru, menningarminjar og innviði og leitast við að koma í veg fyrir neikvæða upplifun gesta og heimamanna. En þannig má stuðlað að sjálfbærri þróun áfangastaða. Samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa og innviðagjald Komur skemmtiferðaskipa til landsins hafa aukist verulega á undanförnum árum og þau hafa getu til að koma víðar við en vegakerfi landsins býður upp á. Ágangur ferðamanna um svæði getur verið vandamál. Hér vil ég sérstaklega nefna landtöku skemmtiferðaskipa inn á friðlýst svæði. Það er því sérstaklega ánægjulegt að í stefnunni sé fjallað um samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa og nýtingu innviða. En stofna á samstarfshópa sveitarfélaga og ferðaþjónustu í hverjum landshluta sem vinni eiga að greiningu og móti stefnu landshlutans um umgjörð og komur skemmtiferðaskipa og landtöku utan hafna. Er hlutverk þeirra meðal annars að skoða þörf á álagsstýringu og uppbyggingu innviða. Þá á að hefja sérstaka gjaldtöku á komur erlendra skemmtiferðaskipa og eiga þær tekjur að renna til uppbyggingar innviða á sviði ferðaþjónustu. Erlend skemmtiferðaskip hafa hingað til almennt greitt takmarkaða skatta til íslenska ríkisins, helst hefur verið um að ræða þjónustugjöld á borð við hafnargjöld til hafnarsjóðs, vitagjald og farþegagjald fyrir hvern farþega og nú ný nýlega gistináttagjald. Með þessu hafa skemmtiferðaskip haft ákveðið samkeppnisforskot á innlenda ferðaþjónustu en farþegar skipanna njóta með líkum hætti íslenskrar náttúru og innviða og aðrir ferðamenn sem eru hér á landi. Með þessum hætti er verið að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu ásamt því að efla verðmætasköpun sem fjármagnar og stuðlar að aukinni uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu. Tímamót á sviði ferðaþjónustu Stefnan inniheldur líkt og fyrr segir marga aðra þætti og aðgerðaráætlanir. Ég hvet áhugasama til þess að kynna sér hana frekar enda um að ræða stórt og áhugaverða tillögu og ekki hægt í einni grein að fjalla um alla þætti hennar. En segja má að með framlagningu þessarar heildstæðu stefnu sé um að ræða ákveðin tímamót á sviði ferðaþjónustu á Íslandi. Fjöldinn allur af hagaðilum hefur sett mark sitt á þessa stefnu og mikilvægast er að hún er unnin sátt og samráði. Ég bind vonir við að okkur beri gæfa til að klára að afgreiða hana á þessu þingi, enda jafn mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, land og þjóð. Höfundur þingmaður Framsóknar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun