Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 14:51 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir líklega fleiri vera að hætta en Alexander og Vignir sem gáfu það út á laugardaginn var. Vísir/Arnar Halldórsson Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn. Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira