De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 23:29 De Niro er áttatíu ára gamall, eignaðist barn í fyrra og lætur stjórnmálin í Bandaríkjunum sig varða. AP Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira