Margar konur sem leita á fæðingarheimilin sjálfar á barnsaldri Stefán Árni Pálsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. maí 2024 11:01 Sunna Sæmundsdóttir ræddi við íbúa í Malaví. Malaví í Suðausturhluta Afríku er ekki ósvipað Íslandi að stærð en þar búa hins vegar um fimmtíu sinnum fleiri og mikill meirihluti þeirra, eða um sjötíu prósent, dregur fram lífið undir fátæktarmörkum. Stór hluti íslenskrar þróunaraðstoðar rennur til til landsins. Í ár um 1.600 milljónir króna eða tæplega tíu prósent af heildar framlögum. Fréttamaðurinn Sunna Sæmundsdóttir hélt í vor til Mangochi héraðs, þar sem þungi aðstoðarinnar er veittur. Þar er unnið eftir svokallaðri héraðsnálgun sem þýðir að í stað þess að fara í gegnum stjórnvöld er unnið beint með héraðsyfirvöldum að fjölda verkefna. Eitt þeirra má sjá á Katuli-svæðinu sem nær yfir fjölda þorpa. Í steikjandi hita blasir íslenska skjaldarmerkið við utan á fæðingarheimili. Inni eru mæður og nýfædd börn sem áttu sum allt sitt undir því að fæðingarheimilið væri til staðar. Tvö þúsund fæðingar á ári „Þetta er eitt af tíu fæðingarheimilum sem við höfum byggt til þess að færa þjónustuna nær íbúum sem búa í aðalbænum langt í burtu. Þessi fæðingardeild var opnuð 2018 og hér eru um tvö þúsund fæðingar á ári. Það að færa þjónustuna nær fólki er að bjarga mæðrum og er að bjarga ungbörnum. Hér á síðustu árum hefur dregið úr mæðradauða um 37% og úr ungbarnadauða um 56%,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ein þeirra sem var á fæðingarheimilinu þennan daginn hafði átt barnið sitt á leiðinni fótgangandi á fæðingardeildina en það er einmitt veruleiki flestra kvenna í Malaví að þurfa að ganga langar vegalengdir til þess að nálgast þjónustu. Aðstoðin nær á jafnvel afskekktustu staði. Sunna fór í þorpið Sambo sem einungis er hægt að komast að á báti eða með margra tíma göngu yfir holt og hæðir. Þar er nýbúið að koma fyrir heilsugæslu. Hér má sjá þorpið Sambo þar sem nú er nýbúið að byggja heilsugæslu. Áður þurfti fólk að ganga klukkutundum saman til að komast til læknis og því dóu margir úr veikindum sem einfalt er að ráða bót á.vísir/Einar Stór hluti þeirra kvenna sem leita á fæðingarheimilin eru í raun sjálfar á barnsaldri en barnahjónabönd og ótímabærar þunganir eru nokkuð algeng. Á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi er búið að koma upp miðstöð fyrir konur og stúlkur sem þjást af fæðingarfistli. Það er vandamál sem þekkist varla hér á landi en kemur til eftir fæðingar hjá ungum konum sem eru ekki líkamlega tilbúnar til að eignast börn, rifna og geta í kjölfarið ekki haldið þvagi eða saur. Þetta er hægt að laga með einfaldri aðgerð en konum er oft útskúfað vegna þessa. Sunna ræddi við Önnu sem lenti í því en hún á þrjú börn. Enginn kom „Ég var útskúfuð vegna vondrar lyktar og ég missti líka barn. Ég gat ekki unnið. Fyrir fistilinn rak ég fyrirtæki en ég missti það því enginn kom. Þetta hafði mikil áhrif á mig,“ segir Anna búsett í Malaví. „Ég er þakklát fyrir spítalann því nú er allt í lagi. Ég er þó hætt rekstri því mig vantar fjármagn. Eiginmaður minn studdi mig en hann fór frá mér vegna fistilsins,“ segir Anna. Anna sem fékk aðstoð við fæðingarfistli á Lilja's Fistula Center við héraðssjúkrahúsið í Mangochi. Miðstöðin ber nafnið í minningu Lilju Dóru Kolbeinsdóttur, sem var forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví.vísir/Einar Menntun er lykilatriði til að draga úr barnahjónaböndum og Íslendingar styrkja meðal annars skólagöngu stúlkna í gegnum samtökin Go Fund a Girl Child sem bjarga þeim úr slíkum aðstæðum og koma aftur í skóla. Ein þeirra er hin fjórtán ára gamla Lugia. „Ég er mjög hrifin af skólanum. Ég held að það sé mjög erfitt að giftast. Þess vegna kom ég í skólann og hef lært mjög mikið og ég hugsaði ég þyrfti að gifta mig því það var erfitt að fullnægja grunnþörfunum og ég treysti á ömmu mína. Ég hélt að ég þurfti að gifta mig því þetta var svo erfitt,“ segir Lugia sem stefnir nú í háskóla. „Markmiðið er að verða hjúkrunarfræðingur eða læknir.“ Þverpólitískur stuðningur Úttektir sýna að héraðsnálgunin virðist virka og utanríkisráðherra telur að þá leið eigi að fara víðar. „Þetta er alveg nokkurs konar nýsköpun í þróunarsamvinnu og við höfum sýnt að það er hægt. Það gerir starfið skilvirkara og það er skýrara aðhald með þeim sem við störfum með á hverju svæði fyrir sig. Það hefur skilað því að það eru stærri ríki og jafnvel mjög stór ríki sem eru farin að treysta sér í að nálgast þessa vinnu með þessum hætti. Þetta snýst ekki bara um krónurnar sem við leggjum í þetta heldur líka, að ef við náum þessari breytingu fram, þegar stærri ríkin kæmu með allt aðrar tölur og allt annan stuðning værum við að gera gott starf. Og þarna erum við að gera gríðargott starf,“ segir Þórdís Kolbrún og heldur áfram. Þessi mynd er tekin við einn þeirra skóla sem fá heildstæðan stuðning frá Íslandi. Þar fá börn meðal annars sérkennslu, líkt og er greint frá í Íslandi í dag, og þarna í skugga trjánna er börnum kennt táknmál.vísir/Einar „Ég er þeirrar skoðunar og ég held að það sé þverpólitískur stuðningur við það að eitt ríkasta land í veröldinni eigi sannarlega að skila sínu til þróunarsamvinnu og það er bara hluti af því að vera land sem tekur sig alvarlega og að vera þjóð á meðal þjóða. Við erum hérna samfélag sem þáðum hér sjálf þróunaraðstoð til 1974, það er mjög stutt síðan, og þótt aðstæður séu mismunandi hér og víða annars staðar er áhugavert að sjá hvað er hægt að gera hér. Við þurftum líka á aðstoð að halda og við erum hér með 0,35-36% af vergri landsframleiðslu í þróunarsamvinnu og nágrannalöndin eru öll með meira en við og sum töluvert mikið meira. Það er þangað sem við stefnum. Við erum sammála SÞ um að lönd eigi að verja 0,7% af vergri landsframleiðslu í þróunarsamvinnu og við eigum töluvert í land með það.“v Malaví Ísland í dag Þróunarsamvinna Utanríkismál Tengdar fréttir Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni 23. mars 2024 20:02 Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15. mars 2024 10:57 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Stór hluti íslenskrar þróunaraðstoðar rennur til til landsins. Í ár um 1.600 milljónir króna eða tæplega tíu prósent af heildar framlögum. Fréttamaðurinn Sunna Sæmundsdóttir hélt í vor til Mangochi héraðs, þar sem þungi aðstoðarinnar er veittur. Þar er unnið eftir svokallaðri héraðsnálgun sem þýðir að í stað þess að fara í gegnum stjórnvöld er unnið beint með héraðsyfirvöldum að fjölda verkefna. Eitt þeirra má sjá á Katuli-svæðinu sem nær yfir fjölda þorpa. Í steikjandi hita blasir íslenska skjaldarmerkið við utan á fæðingarheimili. Inni eru mæður og nýfædd börn sem áttu sum allt sitt undir því að fæðingarheimilið væri til staðar. Tvö þúsund fæðingar á ári „Þetta er eitt af tíu fæðingarheimilum sem við höfum byggt til þess að færa þjónustuna nær íbúum sem búa í aðalbænum langt í burtu. Þessi fæðingardeild var opnuð 2018 og hér eru um tvö þúsund fæðingar á ári. Það að færa þjónustuna nær fólki er að bjarga mæðrum og er að bjarga ungbörnum. Hér á síðustu árum hefur dregið úr mæðradauða um 37% og úr ungbarnadauða um 56%,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ein þeirra sem var á fæðingarheimilinu þennan daginn hafði átt barnið sitt á leiðinni fótgangandi á fæðingardeildina en það er einmitt veruleiki flestra kvenna í Malaví að þurfa að ganga langar vegalengdir til þess að nálgast þjónustu. Aðstoðin nær á jafnvel afskekktustu staði. Sunna fór í þorpið Sambo sem einungis er hægt að komast að á báti eða með margra tíma göngu yfir holt og hæðir. Þar er nýbúið að koma fyrir heilsugæslu. Hér má sjá þorpið Sambo þar sem nú er nýbúið að byggja heilsugæslu. Áður þurfti fólk að ganga klukkutundum saman til að komast til læknis og því dóu margir úr veikindum sem einfalt er að ráða bót á.vísir/Einar Stór hluti þeirra kvenna sem leita á fæðingarheimilin eru í raun sjálfar á barnsaldri en barnahjónabönd og ótímabærar þunganir eru nokkuð algeng. Á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi er búið að koma upp miðstöð fyrir konur og stúlkur sem þjást af fæðingarfistli. Það er vandamál sem þekkist varla hér á landi en kemur til eftir fæðingar hjá ungum konum sem eru ekki líkamlega tilbúnar til að eignast börn, rifna og geta í kjölfarið ekki haldið þvagi eða saur. Þetta er hægt að laga með einfaldri aðgerð en konum er oft útskúfað vegna þessa. Sunna ræddi við Önnu sem lenti í því en hún á þrjú börn. Enginn kom „Ég var útskúfuð vegna vondrar lyktar og ég missti líka barn. Ég gat ekki unnið. Fyrir fistilinn rak ég fyrirtæki en ég missti það því enginn kom. Þetta hafði mikil áhrif á mig,“ segir Anna búsett í Malaví. „Ég er þakklát fyrir spítalann því nú er allt í lagi. Ég er þó hætt rekstri því mig vantar fjármagn. Eiginmaður minn studdi mig en hann fór frá mér vegna fistilsins,“ segir Anna. Anna sem fékk aðstoð við fæðingarfistli á Lilja's Fistula Center við héraðssjúkrahúsið í Mangochi. Miðstöðin ber nafnið í minningu Lilju Dóru Kolbeinsdóttur, sem var forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví.vísir/Einar Menntun er lykilatriði til að draga úr barnahjónaböndum og Íslendingar styrkja meðal annars skólagöngu stúlkna í gegnum samtökin Go Fund a Girl Child sem bjarga þeim úr slíkum aðstæðum og koma aftur í skóla. Ein þeirra er hin fjórtán ára gamla Lugia. „Ég er mjög hrifin af skólanum. Ég held að það sé mjög erfitt að giftast. Þess vegna kom ég í skólann og hef lært mjög mikið og ég hugsaði ég þyrfti að gifta mig því það var erfitt að fullnægja grunnþörfunum og ég treysti á ömmu mína. Ég hélt að ég þurfti að gifta mig því þetta var svo erfitt,“ segir Lugia sem stefnir nú í háskóla. „Markmiðið er að verða hjúkrunarfræðingur eða læknir.“ Þverpólitískur stuðningur Úttektir sýna að héraðsnálgunin virðist virka og utanríkisráðherra telur að þá leið eigi að fara víðar. „Þetta er alveg nokkurs konar nýsköpun í þróunarsamvinnu og við höfum sýnt að það er hægt. Það gerir starfið skilvirkara og það er skýrara aðhald með þeim sem við störfum með á hverju svæði fyrir sig. Það hefur skilað því að það eru stærri ríki og jafnvel mjög stór ríki sem eru farin að treysta sér í að nálgast þessa vinnu með þessum hætti. Þetta snýst ekki bara um krónurnar sem við leggjum í þetta heldur líka, að ef við náum þessari breytingu fram, þegar stærri ríkin kæmu með allt aðrar tölur og allt annan stuðning værum við að gera gott starf. Og þarna erum við að gera gríðargott starf,“ segir Þórdís Kolbrún og heldur áfram. Þessi mynd er tekin við einn þeirra skóla sem fá heildstæðan stuðning frá Íslandi. Þar fá börn meðal annars sérkennslu, líkt og er greint frá í Íslandi í dag, og þarna í skugga trjánna er börnum kennt táknmál.vísir/Einar „Ég er þeirrar skoðunar og ég held að það sé þverpólitískur stuðningur við það að eitt ríkasta land í veröldinni eigi sannarlega að skila sínu til þróunarsamvinnu og það er bara hluti af því að vera land sem tekur sig alvarlega og að vera þjóð á meðal þjóða. Við erum hérna samfélag sem þáðum hér sjálf þróunaraðstoð til 1974, það er mjög stutt síðan, og þótt aðstæður séu mismunandi hér og víða annars staðar er áhugavert að sjá hvað er hægt að gera hér. Við þurftum líka á aðstoð að halda og við erum hér með 0,35-36% af vergri landsframleiðslu í þróunarsamvinnu og nágrannalöndin eru öll með meira en við og sum töluvert mikið meira. Það er þangað sem við stefnum. Við erum sammála SÞ um að lönd eigi að verja 0,7% af vergri landsframleiðslu í þróunarsamvinnu og við eigum töluvert í land með það.“v
Malaví Ísland í dag Þróunarsamvinna Utanríkismál Tengdar fréttir Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni 23. mars 2024 20:02 Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15. mars 2024 10:57 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni 23. mars 2024 20:02
Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15. mars 2024 10:57