Villir á sér heimildir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2024 12:16 Katrín Jakobsdóttir hefur látið af starfi sem forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna og boðið sig fram í embætti forseta sem kjósa skal næsta laugardag, 1. júní. Katrín ber auðvitað fulla ábyrgð á verkum þeirrar ríkisstjórnar sem hún stýrði og þá kannski sérstaklega eigin verkum og ráðherranna úr hennar eigin flokki. Katrín hefur á stjórnmálaferli sínum verið einn harðasti alræðissinni í landinu og hefur það reglulega komið fram í pólitísku starfi hennar undanfarin ár og áratugi. Meðal þeirra afreka sem hún hefur drýgt eða átt beinan þátt í að drýgja eru eftirtalin: Hún hefur verið andvíg öllum einkarekstri í landinu. Sérstaklega hefur borið á andúð hennar á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur leitt til mun hærri kostnaðar fyrir skattgreiðendur en ella hefði verið. Hún hefur tekið þátt í andúð á náttúruvænum orkuvirkjunum. Hefur aðferðin þá verið sú að láta margmennar nefndir umhverfissinna fjalla um ákvarðanir um virkjanir og tefja þær. Hefur ekki verið ráðist í virkjanir um margra ára skeið. T.d. hefur ekki verið ráðist í að reisa Hvammsvirkjun í Þjórsá þó að fyrir hafi legið að í þá virkjun hafi mátt ráðast fyrir mörgum árum. Nú er svo komið að framleiða þarf raforku með olíu víða í landinu með þeim skaðlegu áhrifum sem slíkt hefur haft, þegar haft er í huga að einna verðmætustu auðlindir þjóðarinnar eru fólgnar í virkjunum vatnsorku og jarðhita. Hún greiddi á Alþingi atkvæði með aðförinni að Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra eftir hrunið 2008. Sú aðför mistókst með öllu en verður þjóðinni til ævarandi skammar. Hún telur að leyfa eigi fóstureyðingar alveg fram að fæðingu barna. Hún tók þátt í fyrirvaralausri aðför að hvalveiðum við landið. Beindist aðförin eingöngu að einu fyrirtæki sem hafði lagt stund á þessar veiðar. Liggur ljóst fyrir að þessi aðför mun leiða til bótagreiðslna úr ríkissjóði sem talið er að muni nema einhverjum milljörðum króna. Hún vill ekki að heimiluð verði heimiluð smásala á áfengi í matvöruverslunum. Fleiri mál má sjálfsagt nefna þar sem afstaða hennar byggist á alræðishyggju á borð við þá sem ræður í ríkjum sem sósíalistar ráða í heiminum. Líklegt er að hún kunni sem forseti að beita neitunarvaldi á lagasetningu í þágu nefndra verkefna gefist henni tækifæri til. Þegar kjósendur gera upp á milli frambjóðenda í kosningu forseta um næstu helgi verður ekki hjá því komist að leggja mat á fortíð þeirra því ekki er unnt að gera ráð fyrir að þeir muni umbreyta persónu sinni og skoðunum nái þeir kjöri. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur komið fram að kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðismanna muni verða stærsti stuðningshópur þessa frambjóðanda. Fyrir liggur að nokkrir áhrifamestu forystumenn flokksins styðja hana. Virðist m.a. Morgunblaðið gera það þótt með óbeinum hætti sé. Ástæða er til að vekja athygli þjóðarinnar á þessum undarlegu kringumstæðum. Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur látið af starfi sem forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna og boðið sig fram í embætti forseta sem kjósa skal næsta laugardag, 1. júní. Katrín ber auðvitað fulla ábyrgð á verkum þeirrar ríkisstjórnar sem hún stýrði og þá kannski sérstaklega eigin verkum og ráðherranna úr hennar eigin flokki. Katrín hefur á stjórnmálaferli sínum verið einn harðasti alræðissinni í landinu og hefur það reglulega komið fram í pólitísku starfi hennar undanfarin ár og áratugi. Meðal þeirra afreka sem hún hefur drýgt eða átt beinan þátt í að drýgja eru eftirtalin: Hún hefur verið andvíg öllum einkarekstri í landinu. Sérstaklega hefur borið á andúð hennar á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur leitt til mun hærri kostnaðar fyrir skattgreiðendur en ella hefði verið. Hún hefur tekið þátt í andúð á náttúruvænum orkuvirkjunum. Hefur aðferðin þá verið sú að láta margmennar nefndir umhverfissinna fjalla um ákvarðanir um virkjanir og tefja þær. Hefur ekki verið ráðist í virkjanir um margra ára skeið. T.d. hefur ekki verið ráðist í að reisa Hvammsvirkjun í Þjórsá þó að fyrir hafi legið að í þá virkjun hafi mátt ráðast fyrir mörgum árum. Nú er svo komið að framleiða þarf raforku með olíu víða í landinu með þeim skaðlegu áhrifum sem slíkt hefur haft, þegar haft er í huga að einna verðmætustu auðlindir þjóðarinnar eru fólgnar í virkjunum vatnsorku og jarðhita. Hún greiddi á Alþingi atkvæði með aðförinni að Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra eftir hrunið 2008. Sú aðför mistókst með öllu en verður þjóðinni til ævarandi skammar. Hún telur að leyfa eigi fóstureyðingar alveg fram að fæðingu barna. Hún tók þátt í fyrirvaralausri aðför að hvalveiðum við landið. Beindist aðförin eingöngu að einu fyrirtæki sem hafði lagt stund á þessar veiðar. Liggur ljóst fyrir að þessi aðför mun leiða til bótagreiðslna úr ríkissjóði sem talið er að muni nema einhverjum milljörðum króna. Hún vill ekki að heimiluð verði heimiluð smásala á áfengi í matvöruverslunum. Fleiri mál má sjálfsagt nefna þar sem afstaða hennar byggist á alræðishyggju á borð við þá sem ræður í ríkjum sem sósíalistar ráða í heiminum. Líklegt er að hún kunni sem forseti að beita neitunarvaldi á lagasetningu í þágu nefndra verkefna gefist henni tækifæri til. Þegar kjósendur gera upp á milli frambjóðenda í kosningu forseta um næstu helgi verður ekki hjá því komist að leggja mat á fortíð þeirra því ekki er unnt að gera ráð fyrir að þeir muni umbreyta persónu sinni og skoðunum nái þeir kjöri. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur komið fram að kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðismanna muni verða stærsti stuðningshópur þessa frambjóðanda. Fyrir liggur að nokkrir áhrifamestu forystumenn flokksins styðja hana. Virðist m.a. Morgunblaðið gera það þótt með óbeinum hætti sé. Ástæða er til að vekja athygli þjóðarinnar á þessum undarlegu kringumstæðum. Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar