Afturelding getur knúið fram oddaleik í kvöld Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 14:04 Afturelding hefur fjórum sinnum lotið lægra haldi í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir / Anton Brink FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir FH. Afturelding vann fyrsta leik liðanna í Kaplakrika en síðan hefur FH unnið tvo leiki í röð með minnsta mögulega mun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega nokkuð súr eftir seinna tapið en var staðráðinn í að vinna næsta leik, sem fer fram klukkan 19:40 í kvöld við Varmá í Mosfellsbæ. Langt síðan síðast Þetta er í annað sinn sem FH og Afturelding mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Það gerðist einnig 1999, fyrir 25 árum, en það ár vann Afturelding einnig úrslitaleik liðanna í bikarnum sem og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-1, og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Tímabilið var eftirminnilegt fyrir Aftureldingu sem vann í raun þrefalt; Íslandsmeistara, bikarmeistara- og deildarmeistaratitilinn. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 15. febrúar 1999. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 26. apríl 1999 Afturelding er í úrslitum í fimmta sinn. Mosfellingar unnu 1999, eins og áður sagði, en töpuðu 1997, 2015 og 2016. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp er FH í sjöunda sinn að leika úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar urðu meistarar 1992 og 2011 en töpuðu í úrslitum 1993, 1999, 2017 og 2018. Myndasyrpu frá Íslandsmeistarafögnuði FH árið 2011 má sjá hér fyrir neðan. Bæði lið eiga því harma að hefna eftir töp í síðustu tveimur úrslitaviðureignum sínum. Tvöfalda tapið árið 1999 situr vafalaust ennþá í FH sem vill ganga frá einvíginu í kvöld en Afturelding þarf að vinna næstu tvo leiki til að hampa titlinum. Leikur Aftureldingar og FH hefst klukkan 19:40 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem fer í loftið 19:00. FH Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir FH. Afturelding vann fyrsta leik liðanna í Kaplakrika en síðan hefur FH unnið tvo leiki í röð með minnsta mögulega mun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega nokkuð súr eftir seinna tapið en var staðráðinn í að vinna næsta leik, sem fer fram klukkan 19:40 í kvöld við Varmá í Mosfellsbæ. Langt síðan síðast Þetta er í annað sinn sem FH og Afturelding mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Það gerðist einnig 1999, fyrir 25 árum, en það ár vann Afturelding einnig úrslitaleik liðanna í bikarnum sem og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-1, og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Tímabilið var eftirminnilegt fyrir Aftureldingu sem vann í raun þrefalt; Íslandsmeistara, bikarmeistara- og deildarmeistaratitilinn. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 15. febrúar 1999. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 26. apríl 1999 Afturelding er í úrslitum í fimmta sinn. Mosfellingar unnu 1999, eins og áður sagði, en töpuðu 1997, 2015 og 2016. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp er FH í sjöunda sinn að leika úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar urðu meistarar 1992 og 2011 en töpuðu í úrslitum 1993, 1999, 2017 og 2018. Myndasyrpu frá Íslandsmeistarafögnuði FH árið 2011 má sjá hér fyrir neðan. Bæði lið eiga því harma að hefna eftir töp í síðustu tveimur úrslitaviðureignum sínum. Tvöfalda tapið árið 1999 situr vafalaust ennþá í FH sem vill ganga frá einvíginu í kvöld en Afturelding þarf að vinna næstu tvo leiki til að hampa titlinum. Leikur Aftureldingar og FH hefst klukkan 19:40 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem fer í loftið 19:00.
FH Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira