„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2024 19:01 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir krefjandi rekstrarumhverfi hafa kallað á hagræðingaraðgerðir með uppsögnum. Vísir/Sigurjón Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir. Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira