Um 60 prósent af farartækjum Póstsins umhverfisvæn Ásdís Káradóttir skrifar 30. maí 2024 11:46 Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Pósturinn Umhverfismál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun