Auðlindir í almannaeigu – Halla Hrund Logadóttir 7. forseti Íslands Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 31. maí 2024 12:30 Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun