„Svona er á síld“ Stefán Hilmarsson skrifar 31. maí 2024 13:30 Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun