Illviðri miðað við árstíma Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júní 2024 08:07 Það verður líklega nokkuð blautt næstu daga. Vísir/Vilhelm Næstu daga er útlit fyrir óvenjulegt illviðri miðað við árstíma. Gul viðvörun er í gildi þar til á miðnætti 5. júní miðvikudag. Hvatt er til þess að huga að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geti verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að snjóþekja geti sest á vegi á Norður- og Austurlandi, einkum fjallvegi og því þurfi að huga að því að koma búfénaði í skjól. Útivistarfólki er sömuleiðis bent á að fara yfir áætlanir sínar með tilliti til kulda og vosbúðar sem óveðrinu fylgir. Í dag fer lægðin til austurs fyrir norðan land í dag. Það verður því vestlæg átt, víða kaldi eða stinningskaldi og skúrir, en þurrt að kalla suðaustanlands. Hiti verður á bilinu sjö til 14 stig, mildast fyrir austan, en kólnar í kvöld. Hún dýpkar svo talsvert í kvöld og nótt. Á morgun tekur lægðin sér stöðu fyrir norðaustan land. Þá verður köld norðlæg átt á landinu, átta til fimmtán metrar á sekúndu framan degi og skúrir eða él, en yfirleitt úrkomulítið sunnan- og vestantil. Síðdegis fer að hvessa á Norður- og Austurlandi og það bætir í úrkomu. Þá verður víða hvassviðri eða stormur á þeim slóðum seint annað kvöld og slydda eða snjókoma. Á þriðjudag verður allhvöss eða hvöss norðan- og norðvestanátt og áfram kalsa úrkoma norðan- og austanlands, líklega rigning eða slydda við sjávarmál en snjókoma inn til landsins. Það er síðan litlar breytingar að sjá í framhaldinu, nýjustu spár gera ráð fyrir linnulitlu norðan illviðri fram eftir vikunni, og útlit fyrir að veðrið skáni ekki að ráði fyrr en á föstudag. Víðast hvar er greiðfært um landið en eitthvað um framkvæmdir sem getur haft áhrif á færð. Hægt er að sjá nýjustu tilkynningar inn á veg Vegagerðarinnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Norðan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Hvessir undir kvöld með rigningu, slyddu eða snjókomu á Norður- og Austurlandi og kólnar heldur. Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 13-20 á Norður- og Austurlandi og rigning nærri sjávarmáli, annars slydda eða snjókoma. Hiti 0 til 4 stig. Yfirleitt þurrt sunnan- og vestantil og hiti að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 10-18. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum á Norður- og Austurlandi, en lengst af þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss norðvestan- og norðanátt og rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum. Úrkomulítið sunnantil. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst. Á föstudag: Minnkandi norðanátt og skúrir eða slydduél, en þurrt að kalla sunnanlands. Hlýnar heldur. Á laugardag: Norðvestlæg átt og rigning eða slydda, en dálítil væta sunnan- og vestantil. Veður Færð á vegum Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að snjóþekja geti sest á vegi á Norður- og Austurlandi, einkum fjallvegi og því þurfi að huga að því að koma búfénaði í skjól. Útivistarfólki er sömuleiðis bent á að fara yfir áætlanir sínar með tilliti til kulda og vosbúðar sem óveðrinu fylgir. Í dag fer lægðin til austurs fyrir norðan land í dag. Það verður því vestlæg átt, víða kaldi eða stinningskaldi og skúrir, en þurrt að kalla suðaustanlands. Hiti verður á bilinu sjö til 14 stig, mildast fyrir austan, en kólnar í kvöld. Hún dýpkar svo talsvert í kvöld og nótt. Á morgun tekur lægðin sér stöðu fyrir norðaustan land. Þá verður köld norðlæg átt á landinu, átta til fimmtán metrar á sekúndu framan degi og skúrir eða él, en yfirleitt úrkomulítið sunnan- og vestantil. Síðdegis fer að hvessa á Norður- og Austurlandi og það bætir í úrkomu. Þá verður víða hvassviðri eða stormur á þeim slóðum seint annað kvöld og slydda eða snjókoma. Á þriðjudag verður allhvöss eða hvöss norðan- og norðvestanátt og áfram kalsa úrkoma norðan- og austanlands, líklega rigning eða slydda við sjávarmál en snjókoma inn til landsins. Það er síðan litlar breytingar að sjá í framhaldinu, nýjustu spár gera ráð fyrir linnulitlu norðan illviðri fram eftir vikunni, og útlit fyrir að veðrið skáni ekki að ráði fyrr en á föstudag. Víðast hvar er greiðfært um landið en eitthvað um framkvæmdir sem getur haft áhrif á færð. Hægt er að sjá nýjustu tilkynningar inn á veg Vegagerðarinnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Norðan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Hvessir undir kvöld með rigningu, slyddu eða snjókomu á Norður- og Austurlandi og kólnar heldur. Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 13-20 á Norður- og Austurlandi og rigning nærri sjávarmáli, annars slydda eða snjókoma. Hiti 0 til 4 stig. Yfirleitt þurrt sunnan- og vestantil og hiti að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 10-18. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum á Norður- og Austurlandi, en lengst af þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss norðvestan- og norðanátt og rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum. Úrkomulítið sunnantil. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst. Á föstudag: Minnkandi norðanátt og skúrir eða slydduél, en þurrt að kalla sunnanlands. Hlýnar heldur. Á laugardag: Norðvestlæg átt og rigning eða slydda, en dálítil væta sunnan- og vestantil.
Veður Færð á vegum Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira