Tvítugur norskur strákur vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 11:31 Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar í Erling Haaland hjá Manchester City. Getty/Giuseppe Maffia Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili í Erling Haaland því annar ungur Norðmaður vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar. Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira