Biðu eftir strætó sem kemur ekki fyrr en á næsta ári Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júní 2024 21:01 Inga Jóhannsdóttir og Saskia höfðu enga hugmynd um breytingarnar á Hlemmi. Vísir/Sigurjón Strætó mun ekki stoppa við Hlemm næsta árið vegna framkvæmda á svæðinu. Markaðsfulltrúi Strætó telur breytingar á leiðakerfinu vera til hins góða fyrir notendur. Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“ Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“
Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17