Icelandair biðst afsökunar á bögubósahættinum Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 12:47 Farþegar og áhöfn koma úr vél Icelandair. Ekki er vitað hvort þeir þessir hafi lent í honum kröppum með afþreyingarkerfi vélanna en verið er að reyna að koma þeim hroða sem þar má finna í lag. En það gæti tekið tíma. vísir/vilhelm „Já, ég veit ekki hvað hefur klikkað þarna,“ sagði Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. En það sé ljóst að við annað eins og þetta verður ekki búið. Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira