Icelandair biðst afsökunar á bögubósahættinum Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 12:47 Farþegar og áhöfn koma úr vél Icelandair. Ekki er vitað hvort þeir þessir hafi lent í honum kröppum með afþreyingarkerfi vélanna en verið er að reyna að koma þeim hroða sem þar má finna í lag. En það gæti tekið tíma. vísir/vilhelm „Já, ég veit ekki hvað hefur klikkað þarna,“ sagði Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. En það sé ljóst að við annað eins og þetta verður ekki búið. Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira