Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 18:30 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur áhyggjur af vaxandi hlutfalli erlendra ríkisborgara í fangaklefum landsins. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira