Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 23:10 Þráinn segir það merki um aukna jákvæðni í garð iðnnáms í íslensku samfélagi. Vísir/Vilhelm Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira