Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boðberi slæmra frétta“ Aron Guðmundsson skrifar 5. júní 2024 13:31 Bardagi Conor McGregor við Michael Chandler á að marka endurkomu hans í bardagabúrið. Vísir/Getty Lítið hefur sést til írska vélbyssukjaftsins Conor McGregor, bardagakappa UFC, undanfarna daga og þykir það mjög svo óvenjulegt. Sér í lagi þar sem að aðeins nokkrar vikur eru í endurkomu hans í bardagabúrið. Blaðamannafundi hans og verðandi andstæðings hans í búrinu, Michael Chandler var aflýst með mjög svo skömmum fyrirvara í upphafi vikunnar og hafa miklar getgátur farið af stað um ástæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skrautlega Conor McGregor. Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira