Veðrið gengur niður á föstudagsmorgunn ef marka má spár Veðurstofunnar. Þó er von á rigningu eða slyddu á Norðurlandi annað kvöld og köldu veðri um helgina.
Vegagerðin minnir á að vetrarfæri er á norðan- og norðaustanverðu landinu.
Veðrið sem gengið hefur yfir landið er enn að setja strik í reikninginn hjá mörgum en gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, á Norðurlandi eystra, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Enn á síðan að bæta í vindinn og síðdegis verða komnar appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum um tíma og á Norðurlandi vestra þar sem spáin gerir ráð fyrir hvassviðri með rigningu, slyddu eða snjókomu. Á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði taka gular viðvaranir gildi síðdegis til klukkan þrjú í nótt.
Veðrið gengur niður á föstudagsmorgunn ef marka má spár Veðurstofunnar. Þó er von á rigningu eða slyddu á Norðurlandi annað kvöld og köldu veðri um helgina.
Vegagerðin minnir á að vetrarfæri er á norðan- og norðaustanverðu landinu.